Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   lau 18. júlí 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Óþolandi niðurstaða fyrir okkur
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hárrétt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þegar hann fékk spurninguna: „Þú hlýtur að vera hundfúll?" eftir 3-0 tap gegn FH á heimavelli í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 FH

Fjölnir er á botni deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki spilaða. „Verkefnið okkar er einfalt, við þurfum bara að fara að loka fyrir lekann."

„Síðustu tveir leikir, og fleiri leikir til, þá erum við að fá á okkur mark á fyrstu fimm mínútum leiksins. Það gerir okkur auðvitað erfitt fyrir. FH-ingarnir fengu mark á silfurfati í byrjun leiks, gátu legið niðri og leyft okkur að leita færis."

„Við vorum allan fyrri hálfleikinn líklegri aðilinn, þeir fá svo eitt 'break' undir lok fyrri hálfleiks og staðan þægileg fyrir þá í hálfleik. Í seinni hálfleik erum við líklegri, en undir lokin færum við þeim mark á silfurfati aftur."

„Niðurstaðan 3-0 þægilegur sigur FH-inga, óþolandi niðurstaða fyrir okkur."

Fjölnir er enn í leit að sínum fyrsta sigri. „Mér líst vel á hópinn og hef fulla trú á honum. Það er erfitt þegar búið er að ganga illa og verkefnið er að kreista fram fyrsta sigurinn til að fá trú í hópinn."
Athugasemdir
banner