Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   lau 18. júlí 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Óþolandi niðurstaða fyrir okkur
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hárrétt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þegar hann fékk spurninguna: „Þú hlýtur að vera hundfúll?" eftir 3-0 tap gegn FH á heimavelli í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 FH

Fjölnir er á botni deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki spilaða. „Verkefnið okkar er einfalt, við þurfum bara að fara að loka fyrir lekann."

„Síðustu tveir leikir, og fleiri leikir til, þá erum við að fá á okkur mark á fyrstu fimm mínútum leiksins. Það gerir okkur auðvitað erfitt fyrir. FH-ingarnir fengu mark á silfurfati í byrjun leiks, gátu legið niðri og leyft okkur að leita færis."

„Við vorum allan fyrri hálfleikinn líklegri aðilinn, þeir fá svo eitt 'break' undir lok fyrri hálfleiks og staðan þægileg fyrir þá í hálfleik. Í seinni hálfleik erum við líklegri, en undir lokin færum við þeim mark á silfurfati aftur."

„Niðurstaðan 3-0 þægilegur sigur FH-inga, óþolandi niðurstaða fyrir okkur."

Fjölnir er enn í leit að sínum fyrsta sigri. „Mér líst vel á hópinn og hef fulla trú á honum. Það er erfitt þegar búið er að ganga illa og verkefnið er að kreista fram fyrsta sigurinn til að fá trú í hópinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner