Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 18. júlí 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Óþolandi niðurstaða fyrir okkur
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hárrétt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þegar hann fékk spurninguna: „Þú hlýtur að vera hundfúll?" eftir 3-0 tap gegn FH á heimavelli í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 FH

Fjölnir er á botni deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki spilaða. „Verkefnið okkar er einfalt, við þurfum bara að fara að loka fyrir lekann."

„Síðustu tveir leikir, og fleiri leikir til, þá erum við að fá á okkur mark á fyrstu fimm mínútum leiksins. Það gerir okkur auðvitað erfitt fyrir. FH-ingarnir fengu mark á silfurfati í byrjun leiks, gátu legið niðri og leyft okkur að leita færis."

„Við vorum allan fyrri hálfleikinn líklegri aðilinn, þeir fá svo eitt 'break' undir lok fyrri hálfleiks og staðan þægileg fyrir þá í hálfleik. Í seinni hálfleik erum við líklegri, en undir lokin færum við þeim mark á silfurfati aftur."

„Niðurstaðan 3-0 þægilegur sigur FH-inga, óþolandi niðurstaða fyrir okkur."

Fjölnir er enn í leit að sínum fyrsta sigri. „Mér líst vel á hópinn og hef fulla trú á honum. Það er erfitt þegar búið er að ganga illa og verkefnið er að kreista fram fyrsta sigurinn til að fá trú í hópinn."
Athugasemdir