Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   lau 18. júlí 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Óþolandi niðurstaða fyrir okkur
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hárrétt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þegar hann fékk spurninguna: „Þú hlýtur að vera hundfúll?" eftir 3-0 tap gegn FH á heimavelli í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 FH

Fjölnir er á botni deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki spilaða. „Verkefnið okkar er einfalt, við þurfum bara að fara að loka fyrir lekann."

„Síðustu tveir leikir, og fleiri leikir til, þá erum við að fá á okkur mark á fyrstu fimm mínútum leiksins. Það gerir okkur auðvitað erfitt fyrir. FH-ingarnir fengu mark á silfurfati í byrjun leiks, gátu legið niðri og leyft okkur að leita færis."

„Við vorum allan fyrri hálfleikinn líklegri aðilinn, þeir fá svo eitt 'break' undir lok fyrri hálfleiks og staðan þægileg fyrir þá í hálfleik. Í seinni hálfleik erum við líklegri, en undir lokin færum við þeim mark á silfurfati aftur."

„Niðurstaðan 3-0 þægilegur sigur FH-inga, óþolandi niðurstaða fyrir okkur."

Fjölnir er enn í leit að sínum fyrsta sigri. „Mér líst vel á hópinn og hef fulla trú á honum. Það er erfitt þegar búið er að ganga illa og verkefnið er að kreista fram fyrsta sigurinn til að fá trú í hópinn."
Athugasemdir
banner
banner