Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   lau 18. júlí 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Óþolandi niðurstaða fyrir okkur
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hárrétt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, þegar hann fékk spurninguna: „Þú hlýtur að vera hundfúll?" eftir 3-0 tap gegn FH á heimavelli í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 FH

Fjölnir er á botni deildarinnar með tvö stig eftir sex leiki spilaða. „Verkefnið okkar er einfalt, við þurfum bara að fara að loka fyrir lekann."

„Síðustu tveir leikir, og fleiri leikir til, þá erum við að fá á okkur mark á fyrstu fimm mínútum leiksins. Það gerir okkur auðvitað erfitt fyrir. FH-ingarnir fengu mark á silfurfati í byrjun leiks, gátu legið niðri og leyft okkur að leita færis."

„Við vorum allan fyrri hálfleikinn líklegri aðilinn, þeir fá svo eitt 'break' undir lok fyrri hálfleiks og staðan þægileg fyrir þá í hálfleik. Í seinni hálfleik erum við líklegri, en undir lokin færum við þeim mark á silfurfati aftur."

„Niðurstaðan 3-0 þægilegur sigur FH-inga, óþolandi niðurstaða fyrir okkur."

Fjölnir er enn í leit að sínum fyrsta sigri. „Mér líst vel á hópinn og hef fulla trú á honum. Það er erfitt þegar búið er að ganga illa og verkefnið er að kreista fram fyrsta sigurinn til að fá trú í hópinn."
Athugasemdir
banner