Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 18. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur skoraði sigurmark Houston - Bale og Chiellini þreyttu frumraun sína
Þorleifur Úlfarsson skoraði sigurmark Houston Dynamo er liðið vann San Jose Earthquakes, 2-1, í MLS-deildinni í nótt. Þetta var fjórða mark hans í deildinni á tímabilinu.

Íslenski framherjinn átti frábært tímabil með Duke-háskólanum á síðasta ári og var svo í valinn af Houston Dynamo í nýliðavalinu, en sá hefur tekið deildina með stormi.

Hann er nú fastamaður í liði Houston og gerði fjórða mark sitt í áttunda byrjunarliðsleiknum.

Þorleifur gerði sigurmarkið á 76. mínútu. Hann fékk boltann í teignum, lagði hann skemmtilega fyrir sig til vinstri og hamraði honum í hornið, en boltinn hafði örlitla viðkomu af varnarmanni áður en hann fór í netið.

Houston er í 11. sæti Vestur-deildarinnar með 25 stig.

Giorgio Chiellini, sem kom til LAFC frá Juventus á dögunum, þreytti þá frumraun sína með bandaríska liðinu. Hann var í byrjunarliðinu í 2-1 sigri á Nashville, en var skipt af velli eftir klukkutíma. Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale kom þá inná sem varamaður í síðari hálfleik en hann kom á frjálsri sölu frá Real Madrid á dögunum.


Athugasemdir