Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Braithwaite að semja við Olympiakos
Mynd: EPA
Danski sóknarmaðurinn Martin Braithwaite mun á næstu dögum ganga í raðir Olympiakos á frjálsri sölu. Fabrizio Romano greinir frá.

Þessi 33 ára gamli leikmaður nýtti riftunarákvæði í samningi sínum við Espanyol á dögunum.

Á síðustu leiktíð var hann markahæsti leikmaður spænsku B-deildarinnar er Espanyol mistókst að komast upp og ákvað hann því að leita annað.

Romano segir að Braithwaite hafi samþykkt samningstilboð gríska stórliðsins Olympiakos og mun hann halda í læknisskoðun í næstu viku.

Braitwaite hefur komið víða við á ferlinum en félagaskipti hans til Barcelona árið 2020 eru líklega ein þau óvæntustu í sögu spænska boltans.

Barcelona virkjaði kaupákvæði í samningi hans hjá Leganes vegna manneklu í fremstu víglínu. Hann spilaði alls 58 leiki og skoraði 10 mörk á þremur tímabilum sínum með Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner