Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Braithwaite rifti við Espanyol (Staðfest)
Mynd: EPA
Danski sóknarleikmaðurinn Martin Braithwaite, sem lék fyrir Barcelona frá 2020 til 2022, er búinn að binda enda á samning sinn við Espanyol í spænska boltanum.

Braithwaite lék með Espanyol í LaLiga 2 á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður deildarinnar en þrátt fyrir það mistókst liðinu að fara aftur upp í efstu deild.

Hinn 33 ára gamli Braithwaite skoraði 22 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 45 leikjum með Espanyol. Hann nýtti sérstakt ákvæði í samningi sínum til að yfirgefa Espanyol í sumar eftir að félaginu mistókst að endurheimta sæti í efstu deild.

Leicester City, Valencia og PAOK eru meðal félaga sem eru sögð vera áhugasöm um Braithwaite, sem á 69 A-landsleiki að baki fyrir Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner