Roma hefur sent formlegt tilboð til Juventus í argentínska vængmanninn Matias Soule.
Ítalskir fjölmiðlar segja Roma hafa boðið 25 milljónir evra en Juventus mun að öllum líkindum hafna því tilboði.
Ítalskir fjölmiðlar segja Roma hafa boðið 25 milljónir evra en Juventus mun að öllum líkindum hafna því tilboði.
Leicester City vill fá Soule og þá hefur West Ham sýnt áhuga en sagt er að hann sé ekki sannfærður um að fara í enska boltann og vilji vera áfram í ítölsku A-deildinni.
Soule var á láni hjá Frosinone á síðasta tímabili og skoraði ellefu mörk í ítölsku A-deildinni fyrir félagið.
Thiago Motta nýr stjóri Juventus hefur áhuga á að halda Soule en er meiðvitaður um að félagið þurfi að selja hann til að auka möguleika sína á markaðnum. Teun Koopmeiners leikmaður Atalanta er meðal leikmanna sem Juve vill fá.
Athugasemdir