
„Já þetta stóð tæpt hérna í lokin, en algjör einstefna í þessum leik í sjálfu sér. Þeir komast varla yfir miðju í fyrri hálfleik, við fengum 8, 9, 10 færi í fyrri hálfleik sem við áttum bara að skora úr. Þvílíkir yfirburðir þannig séð. Sama með seinni hálfleikinn, þeir skora einhver mörk þarna 3 mörk sem er einhver hulin ráðgáta hvernig þeir fóru að því," sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir 4-3 sigur á móti Selfossi á Würth vellinum í Árbæ.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 3 Selfoss
„Spilum frábæran fótbolta og létum boltann ganga vel. Héldum mikið í boltann og vorum bara stórhættulegir. Ég er stoltur af drengjunum."
"Þetta snýst alltaf um hausinn á mönnum, hvernig menn koma inn í æfingavikuna, hvernig menn koma inn í þessa leiki. Þetta er ekkert komið fyrr en það er komið," sagði Rúnar Páll brattur og hélt svo áfram að tala um framhaldið í deildinni.