Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 18. september 2021 16:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Hefðum getað spilað kannski klukkutíma í viðbót án þess að skora
Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannesson þjálfarar Njarðvíkur.
Hólmar Örn Rúnarsson og Bjarni Jóhannesson þjálfarar Njarðvíkur.
Mynd: VF-myndir: Pket
Njarðvíkingar fengu Völsung í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar lokaumferð 2.deildar karla fór fram nú í dag.

Njarðvíkingar sem höfðu lengi verið með í toppbaráttunni í sumar áttu ekki lengur séns um að fara upp um deild en gestirnir frá Húsavík voru í bullandi séns en þurftu þó að treysta á hagstæð úrslit.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Völsungur

Njarðvíkingar töpuðu fyrir Völsungi 0-1 og enduðu mótið um miðja deild.

„Þetta var ágætis leikur hjá okkur en við náum ekki að skora. Fengum ágætis færi en ég held við hefðum getað spilað kannski klukkutíma í viðbót án þess að skora." Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

Njarðvíkingum var spáð góðu gengi í sumar og var spáð því að þeir myndu fara upp með Þrótti Vogum en sú varð ekki raunin.
„Bara vonbrigði. Við ætluðum okkur meira en þetta og stefnan var að fara upp og mér fannst við vera með fínt lið til að gera það en það tókst ekki og bara vonbrigði."

Hólmar Örn staðfesti einnig að hann og Bjarni Jóhannesson verði áfram hjá Njarðvík en gerir ekki ráð fyrir því að Guðmundur Steinarsson verði með þeim í teyminu næsta sumar.
„Já ég reikna með því. - Ég reikna ekki með Guðmundi áfram en vonandi verður hann áfram hérna í félaginu en Bjarni mun vera hérna áfram og við verðum saman.

Viðtalið má sjá í heild hérna í spilaranum fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner