Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
   sun 18. september 2022 17:00
Sverrir Örn Einarsson
Perry: Ekki stærðfræðilega örugg
Perry John James Mclachlan
Perry John James Mclachlan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki stærðfræðilega örugg svo við þurfum enn að nálgast næsta leik með því hugarfari að sigur sé nauðsyn sem hann alltaf er en sigurinn í dag hjálpar klárlega. Stór þrjú stig sem við þurftum í dag og stelpurnar gáfu allt í þetta og börðust í slæmu veðri og áttu sigurinn skilið.“ Sagði Perry John James Mclachlan annar af þjálfurum Þórs/KA eftir 3-1 sigur liðsins á Keflavík fyrr í dag aðspurður hvort liðið væri með sigrinum ekki búið að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni að ári.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Fyrstu 40 mínútur leiksins voru eins kjánalega og það hljómar sveiflukenndar en í jafnvægi á sama tíma. Liðin skiptust á að pressa án þess að ógna marki að ráði og tilfinning fréttaritara úr blaðamannastúkunni var sú að fyrsta mark leiksins myndi eflaust ráða sigurvegara leiksins.

„Veðrið spilaði stórt hlutverk í leiknum. Fyrir liðin að reyna halda boltanum að einhverju viti var erfitt á löngum köflum í leiknum. Ég er ekki ósammála því að það lið sem næði fyrsta markinu var líklegt til þess að ná að halda út.“

Lið Þórs/KA er nú ósigrað í síðustu þremur leikjum og eins og áður segir komið ansi langt með að gulltryggja sæti sitt í deildinni að ári. Góður tímapunktur til þess að toppa í erfiðri baráttu undir lok móts?

„Frammistaðan hefur verið til staðar eftir EM fríið sem og vinnuframlagið. Það sem við þurftum var smá heppni til að koma okkur í þann gír sem við þurftum sem að gekk upp og karakter liðsins hefur verið frábær.“

Sagði Perry en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner