Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 18. september 2022 17:00
Sverrir Örn Einarsson
Perry: Ekki stærðfræðilega örugg
Kvenaboltinn
Perry John James Mclachlan
Perry John James Mclachlan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki stærðfræðilega örugg svo við þurfum enn að nálgast næsta leik með því hugarfari að sigur sé nauðsyn sem hann alltaf er en sigurinn í dag hjálpar klárlega. Stór þrjú stig sem við þurftum í dag og stelpurnar gáfu allt í þetta og börðust í slæmu veðri og áttu sigurinn skilið.“ Sagði Perry John James Mclachlan annar af þjálfurum Þórs/KA eftir 3-1 sigur liðsins á Keflavík fyrr í dag aðspurður hvort liðið væri með sigrinum ekki búið að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni að ári.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Fyrstu 40 mínútur leiksins voru eins kjánalega og það hljómar sveiflukenndar en í jafnvægi á sama tíma. Liðin skiptust á að pressa án þess að ógna marki að ráði og tilfinning fréttaritara úr blaðamannastúkunni var sú að fyrsta mark leiksins myndi eflaust ráða sigurvegara leiksins.

„Veðrið spilaði stórt hlutverk í leiknum. Fyrir liðin að reyna halda boltanum að einhverju viti var erfitt á löngum köflum í leiknum. Ég er ekki ósammála því að það lið sem næði fyrsta markinu var líklegt til þess að ná að halda út.“

Lið Þórs/KA er nú ósigrað í síðustu þremur leikjum og eins og áður segir komið ansi langt með að gulltryggja sæti sitt í deildinni að ári. Góður tímapunktur til þess að toppa í erfiðri baráttu undir lok móts?

„Frammistaðan hefur verið til staðar eftir EM fríið sem og vinnuframlagið. Það sem við þurftum var smá heppni til að koma okkur í þann gír sem við þurftum sem að gekk upp og karakter liðsins hefur verið frábær.“

Sagði Perry en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner