Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 18. september 2022 17:00
Sverrir Örn Einarsson
Perry: Ekki stærðfræðilega örugg
Kvenaboltinn
Perry John James Mclachlan
Perry John James Mclachlan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki stærðfræðilega örugg svo við þurfum enn að nálgast næsta leik með því hugarfari að sigur sé nauðsyn sem hann alltaf er en sigurinn í dag hjálpar klárlega. Stór þrjú stig sem við þurftum í dag og stelpurnar gáfu allt í þetta og börðust í slæmu veðri og áttu sigurinn skilið.“ Sagði Perry John James Mclachlan annar af þjálfurum Þórs/KA eftir 3-1 sigur liðsins á Keflavík fyrr í dag aðspurður hvort liðið væri með sigrinum ekki búið að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni að ári.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Fyrstu 40 mínútur leiksins voru eins kjánalega og það hljómar sveiflukenndar en í jafnvægi á sama tíma. Liðin skiptust á að pressa án þess að ógna marki að ráði og tilfinning fréttaritara úr blaðamannastúkunni var sú að fyrsta mark leiksins myndi eflaust ráða sigurvegara leiksins.

„Veðrið spilaði stórt hlutverk í leiknum. Fyrir liðin að reyna halda boltanum að einhverju viti var erfitt á löngum köflum í leiknum. Ég er ekki ósammála því að það lið sem næði fyrsta markinu var líklegt til þess að ná að halda út.“

Lið Þórs/KA er nú ósigrað í síðustu þremur leikjum og eins og áður segir komið ansi langt með að gulltryggja sæti sitt í deildinni að ári. Góður tímapunktur til þess að toppa í erfiðri baráttu undir lok móts?

„Frammistaðan hefur verið til staðar eftir EM fríið sem og vinnuframlagið. Það sem við þurftum var smá heppni til að koma okkur í þann gír sem við þurftum sem að gekk upp og karakter liðsins hefur verið frábær.“

Sagði Perry en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner