Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   sun 18. september 2022 17:00
Sverrir Örn Einarsson
Perry: Ekki stærðfræðilega örugg
Kvenaboltinn
Perry John James Mclachlan
Perry John James Mclachlan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki stærðfræðilega örugg svo við þurfum enn að nálgast næsta leik með því hugarfari að sigur sé nauðsyn sem hann alltaf er en sigurinn í dag hjálpar klárlega. Stór þrjú stig sem við þurftum í dag og stelpurnar gáfu allt í þetta og börðust í slæmu veðri og áttu sigurinn skilið.“ Sagði Perry John James Mclachlan annar af þjálfurum Þórs/KA eftir 3-1 sigur liðsins á Keflavík fyrr í dag aðspurður hvort liðið væri með sigrinum ekki búið að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni að ári.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Fyrstu 40 mínútur leiksins voru eins kjánalega og það hljómar sveiflukenndar en í jafnvægi á sama tíma. Liðin skiptust á að pressa án þess að ógna marki að ráði og tilfinning fréttaritara úr blaðamannastúkunni var sú að fyrsta mark leiksins myndi eflaust ráða sigurvegara leiksins.

„Veðrið spilaði stórt hlutverk í leiknum. Fyrir liðin að reyna halda boltanum að einhverju viti var erfitt á löngum köflum í leiknum. Ég er ekki ósammála því að það lið sem næði fyrsta markinu var líklegt til þess að ná að halda út.“

Lið Þórs/KA er nú ósigrað í síðustu þremur leikjum og eins og áður segir komið ansi langt með að gulltryggja sæti sitt í deildinni að ári. Góður tímapunktur til þess að toppa í erfiðri baráttu undir lok móts?

„Frammistaðan hefur verið til staðar eftir EM fríið sem og vinnuframlagið. Það sem við þurftum var smá heppni til að koma okkur í þann gír sem við þurftum sem að gekk upp og karakter liðsins hefur verið frábær.“

Sagði Perry en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir