Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 18. september 2022 17:00
Sverrir Örn Einarsson
Perry: Ekki stærðfræðilega örugg
Kvenaboltinn
Perry John James Mclachlan
Perry John James Mclachlan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki stærðfræðilega örugg svo við þurfum enn að nálgast næsta leik með því hugarfari að sigur sé nauðsyn sem hann alltaf er en sigurinn í dag hjálpar klárlega. Stór þrjú stig sem við þurftum í dag og stelpurnar gáfu allt í þetta og börðust í slæmu veðri og áttu sigurinn skilið.“ Sagði Perry John James Mclachlan annar af þjálfurum Þórs/KA eftir 3-1 sigur liðsins á Keflavík fyrr í dag aðspurður hvort liðið væri með sigrinum ekki búið að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni að ári.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  3 Þór/KA

Fyrstu 40 mínútur leiksins voru eins kjánalega og það hljómar sveiflukenndar en í jafnvægi á sama tíma. Liðin skiptust á að pressa án þess að ógna marki að ráði og tilfinning fréttaritara úr blaðamannastúkunni var sú að fyrsta mark leiksins myndi eflaust ráða sigurvegara leiksins.

„Veðrið spilaði stórt hlutverk í leiknum. Fyrir liðin að reyna halda boltanum að einhverju viti var erfitt á löngum köflum í leiknum. Ég er ekki ósammála því að það lið sem næði fyrsta markinu var líklegt til þess að ná að halda út.“

Lið Þórs/KA er nú ósigrað í síðustu þremur leikjum og eins og áður segir komið ansi langt með að gulltryggja sæti sitt í deildinni að ári. Góður tímapunktur til þess að toppa í erfiðri baráttu undir lok móts?

„Frammistaðan hefur verið til staðar eftir EM fríið sem og vinnuframlagið. Það sem við þurftum var smá heppni til að koma okkur í þann gír sem við þurftum sem að gekk upp og karakter liðsins hefur verið frábær.“

Sagði Perry en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner