Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   sun 18. september 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Jesus setti endahnútinn á frábært uppspil

Arsenal er áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Brentford í dag.


William Saliba, Gabriel Jesus og Fabio Vieira skoruðu mörkin.

Jesus hefur farið hamförum síðan hann gekk til liðs við Arsenal frá Manchester City í sumar en markið hans í dag var frábærlega gert hjá liðinu í heild sinni.

Boltinn byrjaði hjá Aaron Ramsdale í marki Arsenal en liðið sendi fjórtán sendingar áður en Jesus kom boltanum í netið með skalla, án þess að leikmaður Brentford komst í boltann.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner