Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 18. september 2022 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þrítugur Koke jafnar leikjametið hjá Atletico í kvöld
Koke hefur skorað 47 mörk fyrir Atletico Madrid.
Koke hefur skorað 47 mörk fyrir Atletico Madrid.
Mynd: EPA

Spænski miðjumaðurinn Koke er uppalinn hjá Atletico Madrid og hefur leikið fyrir félagið allan ferilinn.


Koke er fyrirliði Atletico og hefur meðal annars unnið Meistaradeildina, Evrópudeildina og spænsku deildina með uppeldisfélaginu.

Í kvöld verður hann í eldlínunni þegar Atletico mætir Real Madrid í miklum fjand- og grannaslag. Þetta verður keppnisleikur númer 553 á ferli Koke hjá Atletico og mun hann þar með jafna leikjamet Adelardo sem hefur staðið í tæp 50 ár.

Adelardo lagði skóna á hilluna 37 ára gamall og hefur Koke því nokkur ár til að bæta þetta met. Miðjumaðurinn öflugi er 30 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi. Hann á 66 leiki að baki fyrir spænska landsliðið.

Atletico á erfiðan leik framundan. Real Madrid er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir á meðan Atletico er með tíu stig.


Athugasemdir
banner