Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mið 18. september 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grenivík
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Hrannar Björn
Hrannar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra'
'Held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA mætir á laugardag Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Norðanmenn æfðu í gær á Grenivíkurvelli og gera það aftur í dag.

„Leikurinn leggst að sjálfsögðu frábærlega í mig, það væri skrítið að segja annað þegar það eru (þrír) dagar í leik," sagði Hrannar Björn Steingrímsson við Fótbolta.net eftir æfinguna í gær.

Liðin mættust í úrslitaleik keppninar í fyrra og KA menn taka talsvert úr þeim leik með sér inn í leikinn á laugardaginn.

„Ég myndi segja það og mér finnst andinn í hópnum vera þannig, 98% af liðinu hefur gert þetta áður. Maður fann aðeins í fyrra að þetta var kannski ósjálfrátt meiri upplifun heldur en keppni þar sem menn voru að gera þetta í fyrsta skiptið margir hverjir. Ég held það muni gera okkur mjög gott að hafa tekið þátt í þessum leik í fyrra. Auðvitað töpuðum við þá, en ég held að menn komi tilbúnari og ennþá ákveðnari í að klára þetta núna."

KA vissi fyrir síðasta deildarleik að liðið gæti ekki komið sér í efri helming Bestu deildarinnar fyrir tvískiptingu. Hrannar var því spurður hvort að leikurinn gegn ÍA um síðustu helgi hafi verið notaður sem undirbúningsleikur fyrir bikarúrslitin.

„Það er ekkert leyndarmál að hugurinn fer kannski ósjálfrátt í átt að þessum úrslitaleik, sérstaklega eftir að við áttum ekki lengur mögulega á topp sex. Sem er kannski eðlilegt. Það er ekkert að brjálað miklu að keppa í deildinni og einhverjar áherslur í leiknum gegn ÍA sem munu kannski koma til með að nýtast okkur á laugardaginn."

Langar fyrst og fremst að vinna titil með KA
Það er bikarmeistaratitill undir á laugardag, en fyrir KA er líka Evrópusæti í boði.

„Já, það er auðvitað miklu meira en bara einhver titill undir, en mig langar fyrst og fremst bara að vinna titil með KA, það er ekkert flókið. Sigur tryggir okkur Evrópukeppni á næsta ári. Þá er þetta tímabil, sem allir töluðu um í byrjun júlí um sem martraðartímabil, orðið að mjög fínu tímabili. Það er fullt undir á laugardaginn og það væri ekki leiðinlegt að taka annað ár á næsta ári eins og síðasta sumar; fara í Evrópukeppni og kannski komast eitthvað áfram og spila á einhverju stærra sviði. Það væri gaman," sagði Hrannar.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir