Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 16:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arna þreytti frumraunina er Vålerenga komst í Meistaradeildina
Kvenaboltinn
Mynd: Vålerenga
Vålerenga vann í dag 1-2 útisigur á ungverska liðinu Ferencvaros og er með sigrinum komið í aðalkeppni Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Í fyrra var riðlakeppni en nú verður átján liða deildarkeppni.

Níu lið unnu sér sjálfkrafa inn sæti í deildarkeppninni og níu fara í gegnum forkeppnina og var Vålerenga fyrsta liðið til að tryggja sig inn í gegnum forkeppnina.

Vålerenga vann fyrri leik liðann 3-0 á heimavelli og var því í mjög góðri stöðu fyrir seinni leikinn.

Sædís Rún Heiðarsdóttir lék allan leikinn og Arna Eiríksdóttir, sem var keypt frá FH fyrr í þessum mánuði, lék seinni hálfleikinn. Það voru fyrstu mínútur Örnu með Vålerenga.

Þrjú Íslendingalið spila seinna í dag. Häcken heimsækir Atletico Madrid þar sem staðan er 1-1 eftir fyrri leikinn í Svíþjóð. Twente tekur á móti Katowice þar sem staðan er 4-0 fyrir hollensku meistarana. Þá heimsækir Brann lið Manchester United og er Diljá Ýr Zomers í leikmannahópi Brann.

Fanney Inga Birkisdóttir er á bekknum hjá Häcken og Amanda Andradóttir byrjar á bekknum hjá Twente.
Athugasemdir
banner
banner