Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 18. október 2023 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Guðrún á skotskónum er Rosengård kom sér í riðlakeppnina
Guðrún mun spila í Meistaradeildinni í vetur
Guðrún mun spila í Meistaradeildinni í vetur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård eru komnar áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið 5-1 sigur á Subotica frá Serbíu í kvöld.

Íslenska landsliðskonan spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar og gerði sér svo lítið fyrir og skoraði fimmta mark liðsins.

Markið gerði hún eftir hornspyrnu á 85. mínútu leiksins, en áræðni hennar í teignum skilaði boltanum í netið.

Sjáðu markið hér

Rosengård flaug inn í riðlakeppnina með sigrinum, en fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri sænska liðsins.

Riðlakeppnin hefst í nóvember en dregið verður í riðla á föstudag klukkan 11:00.

Athugasemdir
banner
banner
banner