Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. desember 2022 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Nketiah er alltaf tilbúinn
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal eru óvænt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólin.

Þar er Arsenal með fjögurra stiga forystu á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City en framhaldið verður ansi erfitt.

Arsenal þarf að koma vélinni aftur í gang og byrja að hranna upp sigrunum til að eiga möguleika á að halda forystu sinni á gífurlega sterkum andstæðingum í titilbaráttunni.

Sú þraut verður erfiðari en ella vegna meiðsla sóknarmannsins Gabriel Jesus en Englendingurinn ungi Eddie Nketiah er tilbúinn til að fylla í skarðið.

„Nketiah er alltaf tilbúinn. Hann veit að þetta er stórt tækifæri til að sanna sig í toppbaráttunni," sagði Arteta þegar hann var spurður út í framherjamálin og hvort Arsenal hyggðist kaupa nýjan sóknarmann í janúar.

Kantmaðurinn Reiss Nelson meiddist í æfingaleik gegn Juventus í gær og eykur það líkurnar á að Arteta vanti framherja í janúar.

„Við munum sjá til hvað gerist. Við vitum hvernig staðan er og hvað við þurfum að gera. Við erum með skýr markmið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner