
Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez var aðeins of spenntur að taka við verðlaununum sem besti markvörður heimsmeistaramótsins en nú fer myndband af látbragði hans eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.
Martínez var með bestu mönnum Argentínu í leiknum gegn Frökkum og átti eina heimsklassavörslu undir lok framlengingar er hann sá við Randal Kolo Muani.
Hann varði síðan eina vítaspyrnu í vítakeppninni og hjálpaði Argentínu að vinna þriðja heimsmeistaramótið í sögu þjóðarinnar.
Eftir leikinn fékk hann verðlaun sem besti markvörður mótsins og bauð upp á látbragð í leiðinni, stjórnendum mótsins ekki til mikillar skemmtunar.
Emi Martìnez wins the golden glove.
— Gareth Davies (@GD10) December 18, 2022
And then does this with it. pic.twitter.com/Mt43auNBJX
Ladies and Gentlemen - I give you your #FIFAWorldCup Golden Glove Winner @emimartinezz1#WorldCup #WorldCupFinal #Argentina #Martinez #GoldenGlove #France #ArgentinavsFrance #arg #AVFC pic.twitter.com/YIqVaAmO3Q
— F1 Mattes21 (@Mattes21_avfc) December 18, 2022
Athugasemdir