
Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, er að eiga skrautlegt kvöld og fær verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum, en hann stýrði fögnuði Argentínumanna inn í klefa eftir leik.
Martínez var besti markvörður mótsins og fékk afhent verðlaun fyrir frammistöðu sína eftir leikinn.
Þar bauð hann upp á sérstakt látbragð eftir leikinn sem rataði strax á samfélagsmiðla en
Þar bauð hann upp á sérstakt látbragð eftir leikinn en það náði miklu flugi á samfélagsmiðlum.
Eftir leikinn fór hann svo inn í klefa og stýrði fögnuði en hann stoppaði þó um örskamma stutt til að segja eitt.
„Mínútuþögn fyrir Kylian Mbappe, sem er dáinn,“ sagði Martínez og hélt svo áfram að fagna.
Það verður fróðlegt þegar Messi og Mbappe hittast á æfingu hjá Paris Saint-Germain seinna í þessum mánuði.
Emiliano Martinez : « Une minute de silence pour Kylian Mbappé qui est mort. »pic.twitter.com/mVdD5tderc
— Vibes Foot (@VibesFoot) December 18, 2022
Athugasemdir