Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 19. janúar 2022 14:31
Elvar Geir Magnússon
Kallaður aftur til Liverpool því hann fékk lítið að spila hjá Swansea
Liverpool ætlar að kalla Rhys Williams til baka úr láni hjá Swansea en þessi tvítugi varnarmaður hefur lítið fengið að spila og aðeins byrjað fjóra leiki í Championship-deildinni.

„Við höfum komið hreint fram við Liverpool um stöðu Rhys. Ég held að hann sé mjög ánægður hjá okkur og telur sig hafa bætt sig á æfingum. En það eru vonbrigði fyrir hann að fá ekki meiri spiltíma," sagði Russell Martin í síðustu viku um stöðu Williams.

Jurgen Klopp telur að í ljósi stöðunnar sé best fyrir Williams að koma aftur til Liverpool og vera til taks en leikmaðurinn gerði nýjan langtímasamning áður en hann var lánaður í ágúst.

Williams var skellt í djúpu laugina hjá Liverpool þegar meiðsli herjuðu á leikmannahópinn á síðata tímabili. Hann og Nat Phillips fengu sviðsljósið en hafa farið í minna hlutverk núna.

Goal segir að Phillips gæti verið á útleið núna í janúar til að fá meiri spiltíma. Watford hefur áhuga á þessum 24 ára leikmanni sem einnig hefur verið orðaður við West Ham og Burnley.


Athugasemdir