Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. janúar 2022 14:31
Elvar Geir Magnússon
Kallaður aftur til Liverpool því hann fékk lítið að spila hjá Swansea
Rhys Williams í leik með Swansea.
Rhys Williams í leik með Swansea.
Mynd: Getty Images
Liverpool ætlar að kalla Rhys Williams til baka úr láni hjá Swansea en þessi tvítugi varnarmaður hefur lítið fengið að spila og aðeins byrjað fjóra leiki í Championship-deildinni.

„Við höfum komið hreint fram við Liverpool um stöðu Rhys. Ég held að hann sé mjög ánægður hjá okkur og telur sig hafa bætt sig á æfingum. En það eru vonbrigði fyrir hann að fá ekki meiri spiltíma," sagði Russell Martin í síðustu viku um stöðu Williams.

Jurgen Klopp telur að í ljósi stöðunnar sé best fyrir Williams að koma aftur til Liverpool og vera til taks en leikmaðurinn gerði nýjan langtímasamning áður en hann var lánaður í ágúst.

Williams var skellt í djúpu laugina hjá Liverpool þegar meiðsli herjuðu á leikmannahópinn á síðata tímabili. Hann og Nat Phillips fengu sviðsljósið en hafa farið í minna hlutverk núna.

Goal segir að Phillips gæti verið á útleið núna í janúar til að fá meiri spiltíma. Watford hefur áhuga á þessum 24 ára leikmanni sem einnig hefur verið orðaður við West Ham og Burnley.


Athugasemdir
banner
banner