Indriði Áki Þorláksson tilkynnti rétt í þessu að hann væri búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna.
Indriði er 28 ára miðjumaður sem leikið hefur með ÍA, Val, Leikni, FH, Fram, Keflavík, Haukum, Kára og Víkingi Ólafsvík.
Indriði var í lykilhlutverki þegar ÍA vann Lengjudeildina í fyrra og tryggði sér með því sæti í Bestu deildinni á komandi tímabili. Indriði lék 21 leik og skoraði tvö mörk.
Hann var þar á undan hluti af liði Fram sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina tímabilið 2021 og hélt sér svo uppi á fyrsta tímabili í Bestu.
Indriði er 28 ára miðjumaður sem leikið hefur með ÍA, Val, Leikni, FH, Fram, Keflavík, Haukum, Kára og Víkingi Ólafsvík.
Indriði var í lykilhlutverki þegar ÍA vann Lengjudeildina í fyrra og tryggði sér með því sæti í Bestu deildinni á komandi tímabili. Indriði lék 21 leik og skoraði tvö mörk.
Hann var þar á undan hluti af liði Fram sem fór taplaust í gegnum Lengjudeildina tímabilið 2021 og hélt sér svo uppi á fyrsta tímabili í Bestu.
Alls á Indriði að baki 247 leiki og í þeim skoraði hann 28 mörk. Hann lék á sínum tíma tvo leiki með U19 landsliðinu.
„Eftir tólf tímabil í meistaraflokki hef ég ákveðið að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna. Á fullt af góðum minningum frá þessum tíma og eignaðist frábæra félaga í gegnum fótboltann! Nú er komið að þessum klassíska nýja kafla í mínu lífi en verð að viðurkenna að ég hlakka mest til að taka mér sumarfrí í fyrsta skipti á ævinni. Takk fyrir mig!" segir Indriði á Instagram.
Athugasemdir