Arsenal er í framherjaleit, Real Madrid hættir ekki að eltast við Trent Alexander-Arnold og Manchester City ætlar að halda áfram að spreða. Þetta og svo miklu meira í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Arsenal er að íhuga að leggja fram 70 milljóna punda tilboð í slóvenska framherjann Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig í þessum glugga eða reyna fá hann á láni út tímabilið. (Sun)
Barcelona hefur einnig áhuga á Sesko en fjárhagsstaða félagsins gæti hindrað möguleg kaup á leikmanninum. (Mirror)
Real Madrid ætlar að reyna aftur við Trent Alexander-Arnold (26), leikmann Liverpool og enska landsliðsins, áður en mánuðurinn er úti. (Sun)
Fyrrum landsliðsmaðurinn Dele Alli (28) er að ganga frá samkomulagi við ítalska félagið Como en hann gerir samning til 2026 með möguleika á að framlengja um annað ár. (Fabrizio Romano)
Zlatan Ibrahimovic, sérstakur ráðgjafi AC Milan, hefur staðfest áhuga félagsins á enska varnarmanninum Kyle Walker (34). (DAZN)
Cristiano Giuntoli, íþróttastjóri Juventus, hefur þá sagt að félaginu hafi borist tilboð frá Manchester City í ítalska hægri bakvörðinn Andrea Cambiaso (24). (Goal)
Manchester United er að íhuga að leggja fram tilboð í Rayan Ait-Nouri (23), bakvörð Wolves. (Independent)
Hollenski bakvörðurinn Tyrell Malcia (25) gæti á meðan farið frá Man Utd á láni í þessum glugga. (Voetball International)
West Ham og Bournemouth eru meðal félaga sem bíða fregna hvort Brighton ætli sér að leyfa Evan Ferguson (20) að fara í þessum mánuði. (Express)
Manu Silva (23), miðjumaður Vitoria í Portúgal, var ekki í hópnum hjá liðinu í gær, en hann hefur verið sterklega orðaður við Wolves. (Wolverhampton Express & Star)
Ítalska félagið Genoa hefur náð munnlegu samkomulagi um að fá Maxwel CCornet (28) á láni frá West Ham. (Fabrizio Romano)
Deportivo La Coruna gæti verið þvingað til að selja vængmanninn Yeremay Hernandez (22), en félagið hefur þegar hafnað tilboði Chelsea í leikmanninn. Hann er með 17 milljóna punda klásúlu í samningnum. (Caught Offside)
Arsenal, Chelsea og Bayern München eru meðal félaga sem hafa áhuga á Ousmane Diomande (21), miðverði Sporting Lisbon í Portúgal. (Caught Offside)
Athugasemdir