Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt hreinu í sjöunda sinn í Seríu A á þessu tímabili er Inter vann Como, 1-0, í dag.
Cecilía, sem er á láni frá Bayern München, hefur verið langbesti markvörður ítölsku deildarinnar á þessari leiktíð.
Hún átti nokkrar stórgóðar vörslur gegn Como í dag og átti stóran þátt í að Inter landaði sigri.
Þetta var í sjöunda sinn sem hún heldur hreinu í deildinni, en enginn markvörður hefur haldið oftar hreinu en hún.
Inter tókst í leiðinni að saxa á forskot Juventus á toppnum en liðið er nú með 34 stig, fjórum stigum á eftir Juventus eftir fimmtán leiki.
Another clean sheet for Cecilia Runarsdottir and some crucial saves.
— Yash (@Odriozolite) January 19, 2025
Read more about a goalkeeper that I feel could be one of the best goalkeepers in the future. https://t.co/oTbMF6Y5vh
Athugasemdir