Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Cecilía hélt enn og aftur hreinu er Inter saxaði á forskot Juventus
Mynd: Getty Images
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt hreinu í sjöunda sinn í Seríu A á þessu tímabili er Inter vann Como, 1-0, í dag.

Cecilía, sem er á láni frá Bayern München, hefur verið langbesti markvörður ítölsku deildarinnar á þessari leiktíð.

Hún átti nokkrar stórgóðar vörslur gegn Como í dag og átti stóran þátt í að Inter landaði sigri.

Þetta var í sjöunda sinn sem hún heldur hreinu í deildinni, en enginn markvörður hefur haldið oftar hreinu en hún.

Inter tókst í leiðinni að saxa á forskot Juventus á toppnum en liðið er nú með 34 stig, fjórum stigum á eftir Juventus eftir fimmtán leiki.


Athugasemdir
banner
banner