Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Wayne Bridge ætlar að taka slaginn við KSI
Wayne Bridge ætlar í hringinn við KSI.
Wayne Bridge ætlar í hringinn við KSI.
Mynd: Getty Images
Nei, við Íslendingar þurfum ekkert að óttast, Wayne Bridge er ekki að skora Knattspyrnusamband Íslands á hólm, en hann ætlar sér þó að slást.

Daily Mail sagði frá því í gær að Bridge ætli sér að mæta í hringinn og slást við YouTube stjörnuna KSI 29. mars næstkomandi.

Bridge sem er fyrrverandi leikmaður Chelsea og enska landsliðsins steig síðast inn í hringinn árið 2018 þegar hann tók þátt í góðgerðarboxmóti.

Nú er komið að endurkomu hjá honum í hringinn en þó á enn eftir að skrifa undir samninga þess efnis svo hægt verði að staðfesta tíðindin.

Bridge sem er í dag 44 ára gamall mun þá mæta KSI sem er 31 árs í Manchester. Bridge lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa unnið ensku deildina, bikarinn og deildabikarinn með Chelsea. Hann spilaði 36 landsleiki og spilaði einnig með Man City Southampton, Fulham, West Ham, Sunderland og Brighton.
Athugasemdir
banner