Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - FH tekur á móti Gróttu
Grótta leikur við FH.
Grótta leikur við FH.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er einn leikur í A-deild Lengjubikars karla á þessum ágæta miðvikudegi.

Leikurinn fer fram í Skessunni í Hafnarfirði og þar mætast FH og Grótta. Flautað verður til leiks um kvöldmatarleytið, klukkan 19:00.

FH-ingar hafa spilað tvo leiki og eru með sex stig. Þeir töpuðu 1-0 gegn HK en var dæmdur sigur þar sem HK tefldi fram ólöglegum leikmanni. Þeir unnu svo 3-1 sigur á Þrótti Reykjavík.

Grótta, sem eru nýliðar í Pepsi Max-deildinni, hefur spilað einn leik. Í honum vann liðið 2-1 sigur á Þór fyrir norðan.

miðvikudagur 19. febrúar

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
19:00 FH-Grótta (Skessan)
Athugasemdir
banner
banner
banner