Arsenal endurheimti toppsæti deildarinnar með því að vinna dramatískan sigur gegn Aston Villa og Manchester City gerði 1-1 jafntefli gegn Nottingham Forest seinna um daginn. Liverpool vann Newcastle og Manchester United lagði Leicester. Garth Crooks hjá BBC hefur valið úrvalslið umferðarinnar.
Varnarmaður: Virgil van Dijk (Liverpool) - Hollenski varnarmúrinn er mættur aftur og þvílíkur léttir sem það er fyrir Jurgen Klopp.
Varnarmaður: Jan Bednarek (Southampton) - Öflugur varnarleikur var lykillinn að því að botnlið Southampton vann óvæntan 1-0 sigur gegn Chelsea.
Miðjumaður: Emerson Royal (Tottenham) - Skoraði í sigri Spurs gegn West Ham. Tottenham er komið aftur í topp fjóra.
Sóknarmaður: Darwin Nunez (Liverpool) - Skoraði fyrra markið gegn Newcastle og sjálfstraustið fyrir framan mark andstæðingana vex.
Athugasemdir