Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. mars 2020 21:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Krísufundur íslenska boltans í útvarpsþættinum á morgun - Öflugir gestir
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er í hlaðvarpsformi meðan á samkomubanni stendur.

Á morgun kemur inn nýr þáttur þar sem Elvar Geir og Tómas Þór ræða um stöðuna í íslenska boltanum þegar heimsfaraldur gengur yfir.

Gestir þáttarins eru Haraldur Haraldsson formaður ÍTF, Arnar Sveinn Geirsson forseti leikmannasamtakana og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá vikulega. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á Twitter undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Athugasemdir
banner
banner