
Amin Cosic hefur framlengt samning sinn við Njarðvík út árið 2026. Hann er kantmaður sem fæddur er árið 2005 og gekk í raðir Njarðvíkur frá uppeldisfélaginu HK fyrir tímabilið 2024.
Amin á að baki 26 leiki fyrir Njarðvík og var í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Í tilkynningu Njarðvíkur er sagt frá því að hann hafi verið mjög vaxandi í spilamennsku sinni. Njarðvík, líkt og síðustu tvö ár, verður í Lengjudeildinni í sumar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa mörg félög sýnt Amin áhuga að undanförnu en hann hefur framlengt samning sinn við félagið um rúmt ár en fyrri samningur hefði runnið út í nóvember á þessu ári.
Amin á að baki 26 leiki fyrir Njarðvík og var í byrjunarliðinu í öllum leikjum liðsins í Lengjubikarnum. Í tilkynningu Njarðvíkur er sagt frá því að hann hafi verið mjög vaxandi í spilamennsku sinni. Njarðvík, líkt og síðustu tvö ár, verður í Lengjudeildinni í sumar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa mörg félög sýnt Amin áhuga að undanförnu en hann hefur framlengt samning sinn við félagið um rúmt ár en fyrri samningur hefði runnið út í nóvember á þessu ári.
„Það eru því miklar gleðifregnir að Amin hafi framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeildina og óskum við honum innilega til hamingju með nýja saminginn!" segir í tilkynningu Njarðvíkur.
Amin er sonur Almir Cosic sem lék með HK fyrir rúmum áratug síðan.
Athugasemdir