Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fös 19. apríl 2024 15:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur Yrsa og Erin McLeod eiga von á barni
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Því var velt upp hér á síðunni í morgun hvort Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir myndi leika með Stjörnunni í sumar þar sem hún hefur ekki spilað með liðinu í vetur.

Stuttu eftir að sú frétt birtist, þá opinberaði Gunnhildur það að hún ætti von á barni.

Gunnhildur og eiginkona hennar, Erin McLeod, eiga von á sínu fyrsta barni. Erin er markvörður Stjörnunnar og hefur varið mark liðsins í vetur.

Gunnhildur, sem er 35 ára gömul, lék 102 landsleiki fyrir Ísland en hún sneri aftur í Stjörnuna í fyrra.

Við á Fótbolta.net óskum Gunnhildi og Erin til hamingju með þessi tíðindi.

Hægt er að sjá færsluna af Instagram hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner