Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Juve bjargaði jafntefli í Cagliari - Albert í tapliði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í ítölsku deildinni í kvöld, þar sem Albert Guðmundsson lék allan leikinn í 0-1 tapi Genoa.

Genoa fékk Lazio í heimsókn og voru gestirnir frá höfuðborginni sterkari aðilinn í kvöld. Luis Alberto skoraði eina mark leiksins eftir góðan undirbúning frá Daichi Kamada og tryggði Lazio dýrmæt stig í evrópubaráttunni.

Lazio er í fimmta sæti sem stendur en það gæti reynst flókið fyrir liðið að komast uppfyrir nágranna sína í AS Roma eða spútnik lið Bologna á lokahnykk tímabilsins. Genoa siglir lygnan sjó um miðja deild.

Juventus heimsótti Cagliari í seinni leik kvöldsins og komust heimamenn í tveggja marka forystu með mörkum úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik.

Gianluca Gaetano og Yerry Mina stigu á vítapunktinn fyrir Cagliari og leiddu lærisveinar Claudio Ranieri verðskuldað 2-0 í leikhlé.

Dusan Vlahovic kom boltanum í netið á 44. mínútu en ekki dæmt mark vegna rangstöðu og í síðari hálfleik reyndi Juve að skipta um gír en átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi.

Þau fáu færi sem sköpuðust voru þó nýtt, þar sem Vlahovic skoraði á 61. mínútu áður en Andrea Dossena, miðvörður Cagliari, gerðist sekur um slæm mistök á lokakaflanum. Dossena tapaði fyrst boltanum á eigin vallarhelmingi og kláraði svo sóknina með því að skora sjálfsmark og bjarga þannig stigi fyrir Juve.

Lokatölur urðu 2-2 og er stigið afar dýrmætt fyrir Cagliari, sem er núna fimm stigum frá fallsæti.

Genoa 0 - 1 Lazio
0-1 Luis Alberto ('67 )

Cagliari 2 - 2 Juventus
1-0 Gianluca Gaetano ('30 , víti)
2-0 Yerry Mina ('36 , víti)
2-1 Dusan Vlahovic ('61 )
2-2 Alberto Dossena ('87 , sjálfsmark)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner