Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   þri 19. maí 2015 19:50
Elvar Geir Magnússon
Borgunarbikar: Fram vann í fyrsta leik Péturs
Pétur tók við af Kristni Rúnari Jónssyni.
Pétur tók við af Kristni Rúnari Jónssyni.
Mynd: Heimasíða Fram
Grótta 0 - 2 Fram
0-1 Eyþór Helgi Birgisson ('33)
0-2 Einar Bjarni Ómarsson ('73)

Pétur Pétursson stýrði Fram í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið vann 2-0 útisigur gegn Gróttu í bikarnum en bæði lið leika í 1. deild.

Fram verður því í pottinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit á fimmtudag.

Eyþór Helgi Birgisson kom Fram yfir en Alexander Aron Davorsson átti stoðsendinguna. Einar Bjarni Ómarsson skoraði svo gegn sínu fyrrum félagi en fagnaði þó!

Tveir leikir sem hófust 19 eru í beinum textalýsingum:
Þór - Tindastóll
Víkingur Ó - Haukar
Athugasemdir
banner
banner
banner