Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. maí 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallgrímur kominn til baka með látum - „Þeir eru bara skuggalegir"
Grímsi
Grímsi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stubbur
Stubbur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur farið vel af stað í Pepsi Max-deildinni og er með tíu stig eftir fyrstu fjóra leikina. Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar, skorað fimm mörk og lagt upp þrjú. KA var mikið gagnrýnt fyrir varfærnislega spilamennsku í fyrra undir stjórn Arnars Grétarssonar sem tók við liðinu snemma móts.

Hallgrímur átti þá ekki sína bestu leiktíð í fyrra og hefur sjálfur talað um það. Rætt var um KA í Innkastinu eftir 4-1 sigur KA á Keflavík á mánudagskvöld.

„Að fólk hafi einhvern tímann haldið það að Arnar Grétarsson myndi ekki kunna að líma saman lið, í raun kemur þetta ekkert á óvart. Þegar Arnar tók við í fyrra vildi hann að liðið fengi á sig færri mörk og hann náði að gera það. Hann vantaði Hallgríminn sinn og hvað er búið að gerast núna? Þeir eru búnir að skora tíu mörk í fyrstu fjórum leikjunum," sagði Gunnar Sigurðarson.

„Arnar var talinn vera leiðinlegur á síðasta tímabili en nú er hann talinn vera entertainer. Við skulum ekki gleyma því að þeir skora fjögur og klikka úr víti, hefðu getað skorað fimm," sagði Gunnar Birgisson.

„Þeir eru bara skuggalegir. Ég sá fyrirsögnina 'KA-vélin heldur áfram að malla'. Þetta er engin vél sem er að malla, það gýs úr sílindrum á þessari vél, það er allt í gangi," sagði Gunnar Sigurðarson.

„Þeir unnu mína menn í Leikni 3-0 en samt var sóknarlínan þeirra svolítið off í þeim leik. Það er allt að ganga hjá þeim," sagði Elvar Geir Magnússon.


Ásgeir Sigurgeirsson

„Það er margt jákvætt undanfarið hjá KA. Þeir eru með marga í meiðslum en Ásgeir skorar í öðrum leiknum í röð, Elfar Árni skoraði og er að koma til baka eftir meiðslin. Það að Hallgrímur Mar er kominn endanlega til baka, búinn að tengja saman þrjá leiki og svo aftast eru KA ennþá líka mjög solid," sagði Gunni Birgis.

„Ekki gleyma því að þeir missa í basli, missa markvörð og Stubbur kemur inn. Stubbur heldur bara hreinu og er að gera besta mótið," sagði Gunnar Sigurðarson.

„Hann leit illa út í markinu í dag, hörmulega í raun, en það skipti ekki máli í stóru myndinni," sagði Gunni Birgis.

Umræðuna um leik Keflavíkur og KA má heyra í spilaranum hér á neðan og byrjar hún á 23. mínútu. Næsti leikur KA er gegn Víkingi á föstudag.
Innkastið - Stóru málin í Pepsi Max með Gunna samloku
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner