Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. maí 2022 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Gaman að vera í Val - Skoruðu níu gegn KR
Valskonur slátruðu KR í Reykjavíkurslag á Origo
Valskonur slátruðu KR í Reykjavíkurslag á Origo
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði tvö
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 9 - 1 KR
1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('14 )
1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('21 )
2-1 Elín Metta Jensen ('30 )
3-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('32 )
4-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('34 )
5-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('46 )
6-1 Elísa Viðarsdóttir ('75 )
7-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('86 )
8-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('88 )
9-1 Cyera Makenzie Hintzen ('90 )
Lestu um leikinn

Íslandsmeistaralið Vals kjöldró KR, 9-1, í 5. umferð Bestu deildar kvenna á Origo-vellinum í kvöld. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu báðar tvö mörk fyrir Val.

Valur komst yfir strax á 14. mínútu. Þórdís Hrönn átti skot sem var varið í horn. Heimakonur tóku hornið og hirti Þórdís frákastið þar og gerði fyrsta mark leiksins.

Guðmunda Brynja Óladóttir jafnaði metin fyrir KR sjö mínútum síðar eftir að Marcella Marie Barberic þræddi sendingu í gegn og kláraði Guðmunda af yfirvegun.

Elín Metta Jensen svaraði með góðu marki eftir hálftímaleik. Ásdís Karen Halldórsdóttir átti sendinguna og hótaði Elín svo skoti áður en hún laumaði boltanum á fjær. Ída Marín Hermannsdóttir gerði þriðja markið tveimur mínútum síðar og var það gæðamark.

Hún lét vaða fyrir utan teig og hafnaði boltinn í slá, yfir línuna og aftur út. Aðstoðardómari leiksins dæmdi markið gott og gilt, sem virtist koma Ídu á óvart.

Valskonur gengu á lagið og gerðu fjórða markið. Aftur var það Þórdís Hrönn og nú eftir sendingu frá Elísu Viðarsdóttur. Staðan í hálfleik 4-1 fyrir Val.

Ásdís Karen bætti við fimmta markinu í upphafi síðari hálfleiks er hún fékk boltann inn fyrir, sólaði Björk Björnsdóttur áður en hún lagði boltann í autt markið.

Ída Marín var nálægt því að skora annað stórkostlegt mark en í þetta sinn fór boltinn ofan á slána. Næsta mark Vals kom ekki fyrr en á 75. mínútu er Elísa sem hirti frákast úr teignum.

Þegar fimm mínútur voru eftir skoraði Valur þrjú mörk. Ásdís Karen laumaði bolta inn á Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem kláraði vel áður en gerði annað nokkrum mínútum síðar. Cyera Makenzie Hintzen kórónaði svo frábæran dag Valsara með níunda markinu undir lok leiks.

Lokatölur 9-1 fyrir Val sem er á toppnum með 12 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en KR er án stiga á botninum. Það er ekki annað hægt að segja en að sé líflegt yfir Hliðarenda þessa dagana. Í gær varð karlaliðið í körfubolta Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 39 ár og þá eru bæði karla- og kvennaliðin komin í úrslit í handboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner