Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Sassuolo fallið - Udinese og Empoli enn í hættu
Domenico Berardi verður eflaust seldur í sumar.
Domenico Berardi verður eflaust seldur í sumar.
Mynd: EPA
Frosinone er einu stigi frá öruggu sæti.
Frosinone er einu stigi frá öruggu sæti.
Mynd: EPA
Sassuolo er fallið úr efstu deild ítalska boltans eftir ellefu ár í Serie A, eftir tap á heimavelli gegn Cagliari í morgun. Cagliari bjargaði sér um leið frá falli með þeim sigri.

   19.05.2024 12:45
Ítalía: Cagliari áfram í Seríu A - Sassuolo í vondum málum


Þremur öðrum leikjum er lokið í dag þar sem Frosinone sigraði í Monza þökk sé marki frá Walid Cheddira. Frosinone nægir eitt stig í lokaumferðinni til að bjarga sér frá falli, þar sem liðið mun taka á móti fallbaráttuliði Udinese.

Udinese er einu stigi á eftir Frosinone eftir að hafa rétt marið jafntefli í afar hörðum fallbaráttuslag gegn Empoli í dag.

Staðan var markalaus í Údíne allt þar til á 90. mínútu þegar M'Baye Niang kom Empoli yfir með marki úr vítaspyrnu.

Það var miklu bætt við í uppbótartíma og endaði Lazar Samardzic á að jafna með marki úr vítaspyrnu á 104. mínútu leiksins. Lokatölur urðu því 1-1 og eru bæði Empoli og Udinese enn í harðri fallbaráttu.

Empoli þarf núna nauðsynlega að sigra lokaleik tímabilsins, sem er á heimavelli gegn Roma, til að geta bjargað sér frá falli.

Ítalíumeistarar Inter tóku að lokum á móti Lazio þar sem gestirnir tóku forystuna í fyrri hálfleik með marki frá Daichi Kamada.

Lazio leiddi allt þar til á lokakaflanum þegar hollenski vængbakvörðurinn Denzel Dumfries jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Alexis Sanchez.

Lokatölur urðu 1-1 og er Lazio aðeins einu stigi frá því að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar næsta haust.

Genoa heimsækir Roma í lokaleik dagsins í ítalska boltanum og byrjar Albert Guðmundsson á bekknum. Hann gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Genoa ef hann fær ekki að spreyta sig í kvöld, þar sem Inter og Juventus eru meðal félaga sem vilja festa kaup á Alberti í sumar.

Monza 0 - 1 Frosinone
0-1 Walid Cheddira ('9 )

Udinese 1 - 1 Empoli
1-0 Lazar Samardzic ('90 , víti)
1-1 M'Baye Niang ('90 , víti)

Inter 1 - 1 Lazio
0-1 Daichi Kamada ('32 )
1-1 Denzel Dumfries ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner