Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli horfir ekki í gluggann sem lausn á slæmu gengi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var til viðtals eftir tap ÍA gegn KA á miðvikudag. Eftir leiki miðvikudagsins er ljóst að ÍA er í botnsæti Pepsi Max-deildarinnar eftir átta leiki.

Lestu um leikinn: ÍA 0 - 2 KA

Þann 1. júlí opnar félagsskiptaglugginn og var Jói spurður hvort leitað verði lausna á slæmu gengi með því að horfa í styrkingar á markaðnum.

„Nei, við erum ekkert að spá í því að bæta gengið okkar með því að kaupa leikmenn. Við verðum að bæta gengið okkar með því að gera betur með núverandi leikmannahóp. Það er mitt hlutverk, sem þjálfari þessa liðs, að ná meira út úr þessum hóp," sagði Jói Kalli.

„Það er bara fókus á næsta leik, við erum ekkert að spá í einhvern glugga, það er næsti leikur sem við einbeitum okkur að. Við erum settir í smá mini-mót núna með stutt á milli leikja. Við getum ekkert verið að dvelja lengi við þennan leik þó svo að við þurfum að skoða hann vel og fara yfir hvað fór úrskeiðis en fókusinner á næsta leik," bætti Jói Kalli við. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

ÍA mætir Fylki á útivelli í 9. umferð deildarinnar og fer sá leikur fram í Árbænum á morgun.
Jói Kalli: Ekki hægt að tala um það í einhverju viðtali
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner