Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   mið 19. júní 2024 13:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýtist vel í nýju hlutverki - „Gríðarlega góður leikmaður"
Tæknilega mjög góður.
Tæknilega mjög góður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tarik Ibrahimagic er mjög fjölhæfur leikmaður sem þar til fyrir stuttu síðan hafði mest spilað miðsvæðis í liði Vestra.

Vegna meiðsla miðvarða hefur Tarik spilað sem miðvörður í síðustu leikjum og átti sérstaklega góðan leik gegn Stjörnunni í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Tarik, sem er 23 ára, lék sem miðvörður í gær og var Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, spurður út í danska leikmanninn eftir leikinn gegn Fylki.

„Í okkar uppspili er Tarik frábær uppspilspunktur. Hann er sterkur varnarlega og líður mjög vel á boltanum, við getum komist í gegnum fyrstu pressuna hjá liðum með því að nýta Tarik. Hann er bara gríðarlega góður leikmaður sem gæti spilað nánast allar stöður á vellinum," sagði þjálfarinn.

Tarik kom frá Næstved í Danmörku í fyrra.
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Athugasemdir
banner