Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. júlí 2021 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Kom inná og skoraði tvö sjálfsmörk - „Þeir ætluðu að hagræða úrslitunum"
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Myndin tengist fréttinni ekki beint
Mynd: EPA
Hashmin Musah átti óvenjulega innkomu í leik Inter Allies og Ashanti Gold í úrvalsdeildinni í Gana á laugardag en hann skoraði viljandi tvö sjálfsmörk í leiknum til að koma í veg fyrir hagræðingu úrslita.

Inter Allies var 5-0 undir gegn Ashanti Gold þegar Musah kom inn og skoraði tvö sjálfsmörk á síðustu tólf mínútunum áður en honum var síðan skipt af velli.

Hann sagði í viðtali eftir leik að hann hafi viljandi skoraði mörkin en hann taldi að það hafi verið fyrirfram ákveðið úrslit leiksins.

„Eftir leikinn þá komu stjórnarmenn til mín og skömmuðu mig fyrir að hafa eyðilagt veðmálið," sagði Musah við Kumasi FM.

„Ég lofaði þjálfaranum að ef hann myndi setja mig inná þá myndi ég eyðileggja veðmálið. Eftir leikinn þá hrósuðu liðsfélagarnir mér."

„Ég heyrði á liðshótelinu fyrir leikinn að það hafi verið lagt veðmál á að leikurinn færi 5-1 fyrir Ashanti. Ég ákvað að eyðileggja þetta því ég er á móti veðmálum á fótbolta,"
sagði hann ennfremur.

Ashanti Gold hefur alfarið neitað því að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum. Hægt er að sjá öll mörkin hér fyrir neðan og er eiginlega alveg óhætt að segja að eitthvað hafi verið átt við úrslitin í þessum leik.


Athugasemdir
banner
banner