Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   mán 19. júlí 2021 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Emil Berger
Emil Berger
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er virkilega sáttur, við vorum fínir í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk. Seinni hálfleikurinn var algjörlega til fyrirmyndar hjá strákunum og fannst mér við vera töluvert, töluvert betri aðilinn sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Sterkur heimavöllur
Leiknir hefur nú fengið sextán af sautján stigum sínum á heimavelli. Er það tvennt ólíkt að spila á Domusnovavellinum og á útivelli?

„Þetta er það að einhverju leyti. Mér hefur fundist nokkrar frammistöður á útivelli vera það góðar að þær hefðu átt að skila okkur stigum. Þetta hefur fallið svona. Ég held að þessi heimavöllur sé virkilega sterkur og við ætlum að halda því þannig."

Dagur kom til baka - Hjalti ótrúlegur
Hjalti Sigurðsson og Dagur Austmann koma inn í liðið. Hvað koma þeir með inn í liðið?

„Dagur var búinn að vera einn af okkar bestu mönnum áður en hann meiðist. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur með frábært hugarfar. Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fá frá Hjalta, hann til dæmis hefur mörk í sér eins og hann sýndi í dag, er frábær karakter og smellpassar inn í þetta hjá okkur."

Hjalti skoraði í dag og er með því orðinn næstmarkahæstur í liðinu með eitt mark í sumar.

„Já, já, hann á eftir að skora fleiri. Hann er ótrúlegur," sagði Siggi og hló.

Einn besti erlendi leikmaður í sögu félagsins
Emil Berger var virkilega góður á miðjunni hjá Leikni í dag og hefur verið góður á leiktíðinni. Var þetta leikmaður sem Siggi sá fyrir tímabilið að hann þyrfti að fá inn í liðið?

„Já, ég vildi fá leikmann sem var með reynslu og leikmann sem gæti stækkað völlinn fyrir okkur með þessum spyrnum. Við skoðuðum hann virkilega vel og hann hafði náttúrulega reynslu af því að spila á Íslandi. Ég held að þetta hljóti að vera einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni," sagði Siggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner