Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   mán 19. júlí 2021 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Emil Berger
Emil Berger
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er virkilega sáttur, við vorum fínir í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk. Seinni hálfleikurinn var algjörlega til fyrirmyndar hjá strákunum og fannst mér við vera töluvert, töluvert betri aðilinn sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Sterkur heimavöllur
Leiknir hefur nú fengið sextán af sautján stigum sínum á heimavelli. Er það tvennt ólíkt að spila á Domusnovavellinum og á útivelli?

„Þetta er það að einhverju leyti. Mér hefur fundist nokkrar frammistöður á útivelli vera það góðar að þær hefðu átt að skila okkur stigum. Þetta hefur fallið svona. Ég held að þessi heimavöllur sé virkilega sterkur og við ætlum að halda því þannig."

Dagur kom til baka - Hjalti ótrúlegur
Hjalti Sigurðsson og Dagur Austmann koma inn í liðið. Hvað koma þeir með inn í liðið?

„Dagur var búinn að vera einn af okkar bestu mönnum áður en hann meiðist. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur með frábært hugarfar. Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fá frá Hjalta, hann til dæmis hefur mörk í sér eins og hann sýndi í dag, er frábær karakter og smellpassar inn í þetta hjá okkur."

Hjalti skoraði í dag og er með því orðinn næstmarkahæstur í liðinu með eitt mark í sumar.

„Já, já, hann á eftir að skora fleiri. Hann er ótrúlegur," sagði Siggi og hló.

Einn besti erlendi leikmaður í sögu félagsins
Emil Berger var virkilega góður á miðjunni hjá Leikni í dag og hefur verið góður á leiktíðinni. Var þetta leikmaður sem Siggi sá fyrir tímabilið að hann þyrfti að fá inn í liðið?

„Já, ég vildi fá leikmann sem var með reynslu og leikmann sem gæti stækkað völlinn fyrir okkur með þessum spyrnum. Við skoðuðum hann virkilega vel og hann hafði náttúrulega reynslu af því að spila á Íslandi. Ég held að þetta hljóti að vera einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni," sagði Siggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner