Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 19. júlí 2021 22:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Emil Berger
Emil Berger
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er virkilega sáttur, við vorum fínir í fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk. Seinni hálfleikurinn var algjörlega til fyrirmyndar hjá strákunum og fannst mér við vera töluvert, töluvert betri aðilinn sérstaklega í seinni hálfleik," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

Sterkur heimavöllur
Leiknir hefur nú fengið sextán af sautján stigum sínum á heimavelli. Er það tvennt ólíkt að spila á Domusnovavellinum og á útivelli?

„Þetta er það að einhverju leyti. Mér hefur fundist nokkrar frammistöður á útivelli vera það góðar að þær hefðu átt að skila okkur stigum. Þetta hefur fallið svona. Ég held að þessi heimavöllur sé virkilega sterkur og við ætlum að halda því þannig."

Dagur kom til baka - Hjalti ótrúlegur
Hjalti Sigurðsson og Dagur Austmann koma inn í liðið. Hvað koma þeir með inn í liðið?

„Dagur var búinn að vera einn af okkar bestu mönnum áður en hann meiðist. Hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur með frábært hugarfar. Við vitum nákvæmlega hvað við erum að fá frá Hjalta, hann til dæmis hefur mörk í sér eins og hann sýndi í dag, er frábær karakter og smellpassar inn í þetta hjá okkur."

Hjalti skoraði í dag og er með því orðinn næstmarkahæstur í liðinu með eitt mark í sumar.

„Já, já, hann á eftir að skora fleiri. Hann er ótrúlegur," sagði Siggi og hló.

Einn besti erlendi leikmaður í sögu félagsins
Emil Berger var virkilega góður á miðjunni hjá Leikni í dag og hefur verið góður á leiktíðinni. Var þetta leikmaður sem Siggi sá fyrir tímabilið að hann þyrfti að fá inn í liðið?

„Já, ég vildi fá leikmann sem var með reynslu og leikmann sem gæti stækkað völlinn fyrir okkur með þessum spyrnum. Við skoðuðum hann virkilega vel og hann hafði náttúrulega reynslu af því að spila á Íslandi. Ég held að þetta hljóti að vera einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað fyrir Leikni," sagði Siggi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner