Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. ágúst 2019 20:05
Arnar Helgi Magnússon
Inkasso-kvenna: Toppliðin tvö unnu bæði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þremur leikjum var nú að ljúka í Inkasso-deild kvenna. Toppliðin tvö, FH og Þróttur R. unnu bæði sína leiki.

Þróttur R. tók á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Linda Líf Boama kom heimastúlkum á bragðið á 25. mínútu áður en að Álfhildur Rósa Kjartansdóttir tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir hálfleik.

Þróttur R. lét tvö mörk duga en Afturelding náði ekki að skora. Lokatölur því 2-0.

FH rétt svo marði neðsta lið deildarinnar, ÍR, þegar liðin mættust í Breiðholtinu. Birta Stefánsdóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks eftir klafs sem að myndaðist eftir hornspyrnu.

Grindavík og Fjölnir skildu jöfn suður með sjó en Grindavík komst yfir á 16. mínútu en Fjölnir jafnaði eftir klukkutíma leik og þar við sat.

Þróttur R. 2 - 0 Afturelding
1-0 Linda Líf Boama ('26 )
2-0 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir ('41 )

ÍR 0 - 1 FH
0-1 Birta Stefánsdóttir ('51 )
Rautt spjald:Marta Quental, ÍR ('93)

Grindavík - Fjölnir
1-0 ('16)
1-1 ('61)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner