Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. ágúst 2022 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Omar Sowe gerði gæfumuninn í grannaslag
Mynd: blikar.is
Mynd: Haukur Gunnarsson

HK 0 - 1 Breiðablik
0-1 Omar Sowe ('55)


Lestu um leikinn: HK 0 -  1 Breiðablik

HK og Breiðablik áttust við í hörku nágrannaslag í síðasta leik 8-liða úrslita Mjólkurbikarsins.

Það var gríðarlega mikil stemning á áhorfendapöllum Kórsins þar sem vel var mætt á þennan merkilega slag, þar sem Blikar eru á toppi Bestu deildarinnar og HK í toppbaráttu Lengjudeildarinnar.

Slagurinn fór rólega af stað en svo lifnaði heldur betur við þessu og komust bæði lið nálægt því að skora áður en flautað var til leikhlés. Blikar fengu tvö dauðafæri og HK-ingar eitt en inn vildi boltinn ekki.

Blikar tóku forystuna skömmu eftir leikhlé þegar Jason Daði Svanþórsson átti góða sendingu á Omar Sowe sem gerði vel að setja boltann í netið. Snögg sókn Blika sem voru ekki lengi að koma sér upp völlinn og skora þetta mark.

Það var ekki mikið af færum næstu tuttugu mínúturnar en lokakaflinn var gífurlega spennandi þar sem HK komst nálægt því að gera jöfnunarmark rétt eins og Breiðablik komst nálægt því að tryggja sigurinn með öðru marki.

Boltinn fór þó ekki í netið fyrr en undir lok uppbótartímans. Örvar Eggertsson hélt hann hefði jafnað fyrir HK en rangstæða var dæmd og urðu lokatölur 0-1 fyrir Breiðablik. Þokkalega sanngjarn sigur en HK-menn geta þó verið svekktir að hafa ekki komist í framlengingu.

Blikar mæta Víkingi R. í risaslag í undanúrslitum.


Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Oliver Haurits
10. Ásgeir Marteinsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
16. Eiður Atli Rúnarsson
21. Ívar Örn Jónsson
24. Teitur Magnússon

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
11. Gísli Eyjólfsson
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman
67. Omar Sowe
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner