Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. september 2019 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Már: Sérstakt augnablik fyrir mig og fjölskylduna
Rúnar Már og Nemanja Matic í leiknum í kvöld
Rúnar Már og Nemanja Matic í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Astana og íslenska landsliðsins, var svekktur að ná ekki í stig er liðið tapaði 1-0 fyrir Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld.

Rúnar er mikill stuðningsmaður Manchester United og hefur verið fjallað mikið um það í erlendum miðlum en fjölskylda hans ferðaðist til Manchester til að horfa á hann spila gegn United.

Hann spilaði allan leikinn en United hafði betur, 1-0. Mason Greenwood skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu og þar við sat.

Rúnar var stoltur að spila á Old Trafford en hefði viljað ná í að minnsta kosti eitt stig.

„Þetta var afar sérstakt augnablik fyrir mig og fjölskyldu mína og það hefur verið draumurinn minn að spila á Old Trafford en leiðinlegt að geta ekki náð í stig eða sigur," sagði Rúnar við UEFA.

„Þegar staðan var 0-0 þá höfðum við trú á því að ná í stig en við náðum ekki að skapa okkur nógu mikið og United treysti á ungu leikmennina í kvöld," sagði hann ennfremur.

Sjá einnig:
Rúnar Már mætir sínu liði - Úr stúkunni á Old Trafford inn á völl
Solskjær kannast við Rúnar - Vildi fá hann til Molde
Evrópudeildin: Greenwood hetjan á Old Trafford - CSKA tekið í kennslustund

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner