Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   sun 19. september 2021 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Við erum að toppa á réttum tíma
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega ánægður. Það er frábært að skora mikið af mörkum, en það er líka frábært að skora mikið og gleðja stuðningsmennina sem mættu gríðarlega öflugir," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir mikilvægan 5-0 sigur á Fylki í dag.

ÍA er komið upp úr fallsæti þegar ein umferð er eftir. HK getur komið Skagamönnum aftur í fallsæti fyrir lokaumferðina með sigri gegn Stjörnunni á morgun.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  0 Fylkir

„Ég var gríðarlega ánægður með hvernig við mættum inn í leikinn. Við vorum grimmir, hugaðir og keyrðum á Fylkismennina. Við uppskárum mark snemma leiks; það var fínt að fá víti og rautt spjald. Við vorum kannski aðeins of passívir eftir að Fylkir missti manninn út af."

ÍA væri fallið úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik. „Það voru kannski einhverjir aðrir að spá í einhverju tapi, en við vorum ekkert að spá í neinu tapi. Við vorum að spá í sigri. Við náðum því. Hugarfarið inn í seinni hálfleikinn var frábært."

„Ég hef talað um það áður að ég hef trú á þessum strákum. Ég veit að innst inni hafa þeir trú á sjálfum sér. Við höfum átt í erfiðleikum með að sýna það í heilum leikjum. Það hafa komið kaflar þar sem við höfum verið mjög flottir. Við erum að toppa á réttum tíma."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner