Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   sun 19. september 2021 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saga um að Djair hafi stokkið af landi brott til þess að fara á reynslu
Djair Parfitt-Williams.
Djair Parfitt-Williams.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom fram í síðustu viku að Djair Parfitt-Williams væri búinn að yfirgefa herbúðir Fylkis.

Djair, sem er 24 ára, kom hingað til lands fyrir síðustu leiktíð. Hann var í akademíu West Ham á Englandi og var í kringum aðalliðið áður en hann yfirgaf félagið 2017. Hann spilaði í Slóveníu áður en hann gekk í raðir Fylkis fyrir sumarið 2020.

Á fyrsta tímabilinu á Íslandi skoraði hann tvö mörk í 18 leikjum í Pepsi Max-deildinni. Í sumar skoraði hann fimm mörk í 13 deildarleikjum. Hann er búinn að vera nokkuð mikið frá í sumar vegna meiðsla.

„Djair er horfinn á braut," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir tap gegn Víkingum í Mjólkurbikarnum í síðustu viku.

Elvar Geir Magnússon varpaði aðeins meira ljósi á þetta mál í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Ég heyrði sögu með Djair. Ég hélt að það væri meiðsli og eitthvað. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli. En ég heyrði að hann hefði stokkið af landi til að komast á reynslu í League 2 á Englandi eða eitthvað," sagði Elvar.

„Rúnar Páll var víst ekki alveg sáttur með. Hann hvarf allt í einu á braut. Þetta er saga sem ég heyrði."

Samningur Djair við Fylki á að renna út eftir tæplega mánuð.

Fylkir er í bullandi fallbaráttu og alls ekki gott að missa leikmann eins og Djair á þessum tímapunkti. Fylkir á útileik við ÍA í dag - klukkan 14:00 - og er það leikur upp á líf og dauða í fallbaráttunni.
Útvarpsþátturinn - Lengjudeildarverðlaun og íslenskt slúður
Athugasemdir
banner
banner
banner