Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 19. september 2023 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það á ekki að gerast aftur að Þór verði í fallbaráttu í lokaumferð í næst efstu deild"
Fundað með Láka á næstu dögum
Lengjudeildin
Láki
Láki
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sveinn Elías
Sveinn Elías
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þorlákur Árnason var að klára sitt annað tímabil sem þjálfari Þórs. Hann er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil en bæði hann og félagið eru með uppsagnarákvæði sem hægt er að virkja um mánaðarmótin.

Láki, eins og Þorlákur er oftast kallaður, sagði í viðtali við Fótbolta.net um helgina að hann myndi setjast niður með Þórsurum á næstunni og sjá hvort hann og stjórnin væru með sömu pælingar.

„Það er núna þessi uppbyggingartími sem við höfum staðið í og spilað á mjög ungum leikmönnum síðustu tvö ár. Bjarni er að fara og Ingimar, Kristófer, Aron Ingi, Ragnar og fleiri eru annað hvort lykilmenn í liðinu eða þurfa að vera það. Það er svolítið bil í næstu ungu leikmenn og þá held ég að við þurfum aðeins að stokka upp spilin."

„Það er fyrsta mál að setjast niður og sjá hvort ég og stjórn séum með sömu pælingar. Það er ekkert víst að það sé, en það er fyrsta mál og fara yfir hvað við getum gert betur. Við viljum vera ofar í deildinni, það er engin spurning, en miðað við hvernig sumarið þróaðist er ég sáttur á endanum við að lenda í sjöunda sæti, svona miðað við allt sem við erum búnir að ganga í gegnum,"
sagði Láki.

Þór gat fallið í lokaumferðinni en var þó með örlögin í sínum höndum. Liðið vann 3-0 sigur á Grindavík í lokaumferðinni og endaði í 7. sæti deildarinnar.

Ætluðu sér að komast í topp 5
Fótbolti.net ræddi við formann knattspyrnudeildar Þórs, Svein Elías Jónsson, í dag og spurði hann út í þjálfaramálin.

„Það verður einhvern tímann á næstu dögum sem við munum hitta Láka. Hann er með samning í eitt ár í viðbót, en það er ákvæði hjá báðum aðilum," sagði Svenni.

Er ánægja með tímabilið hjá Þór?

„Nei. Við ætluðum klárlega að vera spila í umspilinu núna. Sem er bara eins og flest liðin í deildinni, Selfoss (sem féll) ætlaði sér það líka. Það að topp 5 væri allt í einu að gefa einhvern glugga, það opnaði á möguleikann fyrri öll liðin held ég fyrir utan Ægi."

„Markmið liðsins var að komast í topp 5 og vera í séns alveg fram að 30. september að fara upp. Það er ekkert í fyrsta skiptið sem markmið liðs næst ekki og þýðir ekkert að menn séu endilega ósáttir með allt sem átti sér stað,"
sagði Svenni.

„Það kom ný stjórn inn í vor og það er alveg á hreinu að það er metnaður í þeirri stjórn. Það á ekki að gerast aftur að Þór verði í fallbaráttu í lokaumferð í næst efstu deild," sagði formaðurinn að lokum.
Láki var hræddur um að falla - „Valsmenn að fá frábæran leikmann"
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Athugasemdir
banner
banner
banner