Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
   fös 19. september 2025 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolti.net bikarinn: Setti þrennu í undanúrslitaleiknum - Mörg rauð spjöld
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir
Mynd: Snæbjört Pálsdóttir
Tindastóll 3 - 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Manuel Ferriol Martínez ('30, víti)
1-1 Matheus Bettio Gotler ('56)
2-1 Manuel Ferriol Martínez ('83, víti)
3-1 Manuel Ferriol Martínez ('87)
Rautt spjald: Goran Potkozarac ('58)
Rautt spjald: Dominic Louis Furness ('87)
Rautt spjald: Bocar Djumo ('93)

Lestu um leikinn: Tindastóll 3 -  1 Kormákur/Hvöt

Tindastóll og Kormákur/Hvöt mættust í nágrannaslag í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins og úr varð hörkuleikur þar sem fjögur mörk litu dagsins ljós og þrjú rauð spjöld.

Manuel Martínez tók forystuna fyrir heimamenn á Sauðárkróki með marki úr vítaspyrnu á 30. mínútu, sem var dæmd skömmu eftir dauðafæri á hinum enda vallarins.

Gestirnir frá Blönduósi fengu gott færi til að jafna fyrir leikhlé en tókst ekki. Þess í stað skoraði Matheus Gotler verðskuldað jöfnunarmark á 56. mínútu.

Skömmu eftir jöfnunarmarkið missti Goran Potkozarac hausinn og tók andstæðing sinn kverkataki sem varð til þess að hann fékk að líta beint rautt spjald.

Staðan hélst jöfn þar til á lokakaflanum þegar Stólarnir fengu aftur dæmda vítaspyrnu. Manuel Martínez skoraði aftur af punktinum og fullkomnaði svo þrennuna sína skömmu síðar með gullfallegu marki beint úr aukaspyrnu.

Það var hiti í mönnum á Sauðárk?oksvelli. Dominic Furness fékk að líta rauða spjaldið undir lokin en hann var ónotaður varamaður í liði Kormáks/Hvatar og er þjálfari liðsins. Skömmu síðar var Bocar Djumo rekinn af velli og einnig Matheus Gotler. Lokatölur 3-1.

Tindastóll mætir annað hvort Gróttu eða Víkingi Ó. í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins, sem fer fram á Laugardalsvelli næsta föstudag.
Athugasemdir
banner