Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   lau 19. október 2019 16:19
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia sótti stig til Madríd - Glæsilegt jöfnunarmark
Atletico Madrid 1 - 1 Valencia
1-0 Diego Costa ('36, víti)
1-1 Daniel Parejo ('82)
Rautt spjald: Lee Kangin, Valencia ('91)

Atletico Madrid mætti Valencia í stórleik helgarinnar í spænska boltanum.

Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik og komust yfir með marki úr vítaspyrnu. Diego Costa skoraði úr spyrnunni sem var dæmd vegna hendi innan vítateigs. Endursýningar sýndu þó að dómurinn var ansi ódýr þar sem varnarmaðurinn var að verja andlitið með handleggnum sínum.

Gestirnir frá Valencia komust meira inn í leikinn eftir leikhlé og náði Dani Parejo að jafna með stórglæsilegu aukaspyrnumarki úr erfiðu færi. Jan Oblak kom hendi í boltann en það nægði ekki til og lokatölur 1-1.

Þetta var þriðja jafntefli Atletico í röð og er liðið í fjórða sæti, með sextán stig eftir níu umferðir. Valencia er þremur stigum þar á eftir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 13 10 2 1 28 12 +16 32
2 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 13 8 4 1 25 11 +14 28
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 13 6 3 4 17 16 +1 21
7 Getafe 13 5 2 6 12 15 -3 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
10 Elche 13 3 7 3 15 16 -1 16
11 Sevilla 13 5 1 7 19 21 -2 16
12 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
13 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner