Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 19. október 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vidal: Dembele verður að þroskast
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal er samherji Ousmane Dembele hjá Barcelona. Dembele var keyptur fyrir rúmlega 100 milljónir evra sumarið 2017. Vidal kom ári síðar.

Vidal var spurður út í þróun Dembele hjá Barcelona þar sem þeir tveir eru orðnir góðir félagar eftir rúmt ár í sama klefa.

„Ousmane býr yfir brjáluðum hæfileikum. Þegar hann nær fullum þroska verður hann mikilvægur leikmaður fyrir Barca og franska landsliðið," sagði Vidal.

„Mér þykir augljóst að hann þarf að þroskast fyrst. Hann þarf að hlusta betur á líkamann og reyna að koma í veg fyrir þessi meiðsli sem hrjá hann stöðugt. Ef þú vilt verða bestur þá verður lífið þitt að snúast um fótbolta frá morgni til kvölds. Ousmane verður að leggja meira á sig.

„Við tölum mikið saman. Hann er góður strákur og vill verða bestur í heimi. Hann var tvítugur og reynslulaus þegar hann kom til Barca og ég hef verið að sjá miklar bætingar hjá honum."


Dembele er 22 ára og hefur gert 19 mörk í 69 leikjum á tveimur árum hjá Barca. Hann var áður fyrr gagnrýndur fyrir leti og kæruleysi en lagði mikið á sig til að bæta upp fyrir mistökin.

Hann kom aftur úr meiðslum og skoraði í 4-0 sigri gegn Sevilla fyrir landsleikjahléð, en tókst að næla sér í rautt spjald í leiðinni sem þýðir tveggja leikja bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner