Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   þri 19. október 2021 15:24
Elvar Geir Magnússon
Barcelona án fjögurra í leik sem verður að vinnast
Barcelona mun annað kvöld mæta Dynamo Kiev á Nývangi í Meistaradeildinni. Barca má ekki misstíga sig eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum, gegn Bayern München og Benfica.

Börsungar eru fjórum stigum á eftir Benfica og sex stigum á eftir Bayern.

Barcelona opinberaði í dag leikmannalista sinn fyrir leikinn, alls eru fjórir leikmenn fjarverandi en það var viðbúið.

Ousmane Dembele, Pedri og Martin Braithwaite eru allir enn á meiðslalistanum og þá tekur varnarmaðurinn Eric Garcia út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta Meistaradeildarleik.


Athugasemdir
banner
banner