Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 19. október 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Neymar vitnaði í biblíuna - „Hjarta mannsins velur leið hans en drottinn stýrir skrefum hans“
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar meiddist í 2-0 tapi liðsins gegn Úrúgvæ í undankeppni heimsmeistaramótsins og verður að minnsta kosti frá í sex mánuði eftir að hafa slitið krossband.

Neymar hágrét er hann var borinn af velli í leiknum en Al-Hilal staðfesti alvarleika meiðslanna á samfélagsmiðlum.

Niðurstaðan er að Neymar þarf að fara í aðgerð og halda meiðslin honum utan vallar í sex mánuði hið minnsta og tímabilinu því líklega lokið.

Þessi markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins er afar trúaður og kaus að vitna í biblíuna.

„Þetta var versið sem ég birti áður en ég fór. „Hjarta mannsins velur leið hans en drottinn stýrir skrefum hans.“ Orðskviðir 16:9. Guð veit allt og er heiðurinn og dýrðin þín. Sama hvað þú segir þá hef ég trú,“ sagði Neymar á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner