Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   sun 19. október 2025 16:48
Kári Snorrason
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR vann lífsnauðsynlegan sigur á ÍBV á Meistaravöllum fyrr í dag. Með sigrinum hafa þeir eigin framtíð í höndum sér, en liðið þarf sigur gegn Vestra til að tryggja áframhaldandi veru í Bestu-deildinni á næstu leiktíð. Óskar Hrafn þjálfari KR mætti í viðtal að leik loknum í dag.


„Ég er ánægður með frammistöðuna, ánægður með sigurinn og ánægður með þá staðreynd að við erum komnir með örlögin í okkar hendur. Við þurfum að vinna Vestra og þá erum við búnir að bjarga sætinu. Ég er gríðarlega stoltur af stuðningsmönnunum okkar sem studdu við bakið á okkur í 90. mínútur, það er gríðarlega dýrmætt. Góður sunnudagur í Frostaskjólinu.“

„Mér hefur liðið mjög vel. Ég er svo heppinn að láta ekki stöðutöfluna skilgreina líf mitt, þannig að ég sef vel á nóttunni og vakna glaður. Sem betur fer er margt annað í KR en meistaraflokkur karla, margt til að gleðjast yfir þó að meistaraflokkur karla taki stóran skerf af athyglinni. Þannig að það eru allir dagar í KR góðir.“ 

KR mætir Vestra í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni á komandi leiktíð um næstu helgi.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessum leik. Veðurspáin er eins og best verður á kosið, mínus tvær og logn. Þetta verður bara veisla á Ísafirði eftir sex daga.“ 

Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Athugasemdir
banner
banner
banner