Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. nóvember 2020 11:06
Elvar Geir Magnússon
Svona verður úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar - Spilað á Ítalíu
Heimavöllur Juventus.
Heimavöllur Juventus.
Mynd: Getty Images
Úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar verður leikin í október 2021 en þar mætast þau fjögur lið sem stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum riðlum í A-deildinni.

Þetta verður í annað sinn sem Þjóðadeildarmeistarar verða krýndir en Portúgal er ríkjandi meistari. Portúgal komst hinsvegar ekki í úrslitakeppnina að þessu sinni, liðið endaði í öðru sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi.

Í úrslitakeppninni verða: Ítalía, Belgía, Frakkland og Spánn.

Dregið verður hvaða lið mætast í undanúrslitum og eftir þá leiki ræðst hvaða lið mætast í úrslitaleiknum og hvaða lið leika um þriðja sætið. Drátturinn verður þann 3. desember.

Undanúrslitin verða spiluð 6. og 7. október og úrslitaleikir þann 10. október.

Hvar verður keppt? Að öllum líkindum á Ítalíu. UEFA á eftir að staðfesta það en Ítalía sótti um að halda lokakeppnina. Leikirnir verða þá spilaðir á Allianz leikvangi Juventus og San Siro, heimavelli AC Milan og Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner