Lauren James, yngri systir Reece James, er hæfileikaríkasti fótboltamaður Englands, að mati Emma Hayes knattspyrnustýru Chelsea.
Þetta sagði hún eftir 5-1 stórsigur Chelsea gegn Liverpool í ensku ofurdeildinni í gær. Í þeim leik skoraði James þrennu og gaf eina stoðsendingu, eftir að hafa komið inn af bekknum og átt skot í slá í 2-2 jafntefli gegn Real Madrid í miðri viku.
Lauren og Reece eru fyrstu systkinin til að spila fyrir ensku landsliðin og eru þau einnig í lykilhlutverki hjá stórliði Chelsea, sem er ríkjandi Englandsmeistari í kvennaflokki.
„Hún var frábær í þessum leik, og ekki bara því hún skoraði þrennu. Hún pressaði stíft í 90 mínútur og rústaði öllum návígum. Hún var ótrúlega dugleg og var mjög óeigingjörn í sínum leik," sagði Hayes að leikslokum. „Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún er ennþá ung en hún er ein hæfileikaríkasta fótboltakona landsins. Hún hefur magnaða hæfileika og virðist ekkert þurfa að hafa fyrir hlutunum. Fyrir utan að vera mjög teknísk þá er hún virkilega, virkilega gáfuð fótboltakona."
James er 22 ára gömul og var í enska landsliðshópnum sem endaði í öðru sæti á HM í ágúst.
Hún er fjölhæf og getur spilað úti á kanti, sem sóknartengiliður eða í fremstu víglínu. Hún á 4 mörk í 18 landsleikjum og var lykilleikmaður í liði Manchester United áður en hún skipti yfir til uppeldisfélagsins Chelsea fyrir tveimur árum, en hún hefur einnig leikið fyrir Arsenal á ferlinum.
Chelsea trónir á toppi ensku deildarinnar með 19 stig eftir 7 umferðir. Arsenal, Manchester United og Tottenham eiga öll leik til góða en eru 6-8 stigum eftirá.
Stöðutaflan
England
Super league - konur
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Chelsea W | 8 | 8 | 0 | 0 | 26 | 3 | +23 | 24 |
2 | Manchester City W | 8 | 6 | 1 | 1 | 16 | 6 | +10 | 19 |
3 | Brighton W | 8 | 5 | 1 | 2 | 14 | 11 | +3 | 16 |
3 | Brighouse Town W | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Arsenal W | 8 | 4 | 3 | 1 | 15 | 5 | +10 | 15 |
5 | Manchester Utd W | 8 | 4 | 3 | 1 | 11 | 3 | +8 | 15 |
6 | Liverpool W | 8 | 2 | 3 | 3 | 9 | 12 | -3 | 9 |
7 | Tottenham W | 8 | 2 | 1 | 5 | 12 | 21 | -9 | 7 |
8 | Aston Villa W | 8 | 1 | 3 | 4 | 9 | 13 | -4 | 6 |
9 | Everton W | 8 | 1 | 3 | 4 | 3 | 13 | -10 | 6 |
10 | Leicester City W | 8 | 1 | 2 | 5 | 2 | 8 | -6 | 5 |
11 | West Ham W | 8 | 1 | 2 | 5 | 6 | 14 | -8 | 5 |
12 | Bristol City W | 22 | 1 | 3 | 18 | 20 | 70 | -50 | 6 |
12 | Crystal Palace W | 8 | 1 | 2 | 5 | 6 | 20 | -14 | 5 |
Athugasemdir