Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 19. nóvember 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í 2-0 tapinu gegn Portúgal í Lisbon í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Sverrir spilaði stórkostlega í vörninni ásamt allri varnarlínunni þó úrslitin hafi gefið annað til kynna.

„Leiðinlegt að tapa en frammistaðan nokkuð góð. Menn lögðu allt í þetta og héldum þeim vel og lengi í skefjum. Frammistaða sem við getum byggt á og sérstaklega varnarlega, því við höfum verið að fá smá skelli á útivelli í síðustu leikjum, bæði í Lúxemborg og síðast í Slóvakíu,“ sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Næsta á dagskrá er umspilið í mars en 98 prósent líkur eru á því að Ísland fari þangað. Tékkland þarf að ná í stig gegn Moldóvu á morgun og þá er ljóst að Ísland mun fara í umspilið þar sem undanúrslit og úrslit eru spiluð. Sigurvegarinn fer á Evrópumótið.

„Ef við hugsum fram í leikina í mars er margt sem er hægt að byggja á þessu og sérstaklega varnarlega. Mótherjarnir í mars verða ekki eins sterkir og Portúgal í dag. Það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu. Í þessum gluggum höfum við átt eina fína frammistöðu og eina ekki nógu góða, þannig við þurfum að setja saman tvo góða leiki í mars og ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót þá er helvíti góður séns. Við þurfum að taka það sem var jákvætt í þessu og byggja ofan á það í mars.“

Strákarnir vita vel hvað fór úrskeiðis í tapinu gegn Slóvakíu en að liðið hafi svarað vel fyrir sig í kvöld.

„Við vissum alveg hvað fór úrskeiðis þar. Við vitum allir að við getum gert betur og að tapa 4-1 eða 4-2 þar fannst mér of stór úrslit miðað við gang leiksins. Fáum á okkur mark úr föstu leikatriði og vítaspyrna er eins og það er. Frammistaðan í kvöld þar sem margir strákar voru að spila sína fyrstu leiki. Við erum að reyna að búa til eins sterkan hóp og við mögulega getum og margir sem spiluðu virkilega vel í dag. Rosalega mikilvægt fyrir okkur að geta stækkað hópinn og notað alla.“

„Þetta verða tveir erfiðir leikir í mars og við förum inn í það verkefna að reyna fara alla leið,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir