Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 19. nóvember 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
watermark Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í 2-0 tapinu gegn Portúgal í Lisbon í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Sverrir spilaði stórkostlega í vörninni ásamt allri varnarlínunni þó úrslitin hafi gefið annað til kynna.

„Leiðinlegt að tapa en frammistaðan nokkuð góð. Menn lögðu allt í þetta og héldum þeim vel og lengi í skefjum. Frammistaða sem við getum byggt á og sérstaklega varnarlega, því við höfum verið að fá smá skelli á útivelli í síðustu leikjum, bæði í Lúxemborg og síðast í Slóvakíu,“ sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Næsta á dagskrá er umspilið í mars en 98 prósent líkur eru á því að Ísland fari þangað. Tékkland þarf að ná í stig gegn Moldóvu á morgun og þá er ljóst að Ísland mun fara í umspilið þar sem undanúrslit og úrslit eru spiluð. Sigurvegarinn fer á Evrópumótið.

„Ef við hugsum fram í leikina í mars er margt sem er hægt að byggja á þessu og sérstaklega varnarlega. Mótherjarnir í mars verða ekki eins sterkir og Portúgal í dag. Það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu. Í þessum gluggum höfum við átt eina fína frammistöðu og eina ekki nógu góða, þannig við þurfum að setja saman tvo góða leiki í mars og ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót þá er helvíti góður séns. Við þurfum að taka það sem var jákvætt í þessu og byggja ofan á það í mars.“

Strákarnir vita vel hvað fór úrskeiðis í tapinu gegn Slóvakíu en að liðið hafi svarað vel fyrir sig í kvöld.

„Við vissum alveg hvað fór úrskeiðis þar. Við vitum allir að við getum gert betur og að tapa 4-1 eða 4-2 þar fannst mér of stór úrslit miðað við gang leiksins. Fáum á okkur mark úr föstu leikatriði og vítaspyrna er eins og það er. Frammistaðan í kvöld þar sem margir strákar voru að spila sína fyrstu leiki. Við erum að reyna að búa til eins sterkan hóp og við mögulega getum og margir sem spiluðu virkilega vel í dag. Rosalega mikilvægt fyrir okkur að geta stækkað hópinn og notað alla.“

„Þetta verða tveir erfiðir leikir í mars og við förum inn í það verkefna að reyna fara alla leið,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner