Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 19. nóvember 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í 2-0 tapinu gegn Portúgal í Lisbon í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Sverrir spilaði stórkostlega í vörninni ásamt allri varnarlínunni þó úrslitin hafi gefið annað til kynna.

„Leiðinlegt að tapa en frammistaðan nokkuð góð. Menn lögðu allt í þetta og héldum þeim vel og lengi í skefjum. Frammistaða sem við getum byggt á og sérstaklega varnarlega, því við höfum verið að fá smá skelli á útivelli í síðustu leikjum, bæði í Lúxemborg og síðast í Slóvakíu,“ sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Næsta á dagskrá er umspilið í mars en 98 prósent líkur eru á því að Ísland fari þangað. Tékkland þarf að ná í stig gegn Moldóvu á morgun og þá er ljóst að Ísland mun fara í umspilið þar sem undanúrslit og úrslit eru spiluð. Sigurvegarinn fer á Evrópumótið.

„Ef við hugsum fram í leikina í mars er margt sem er hægt að byggja á þessu og sérstaklega varnarlega. Mótherjarnir í mars verða ekki eins sterkir og Portúgal í dag. Það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu. Í þessum gluggum höfum við átt eina fína frammistöðu og eina ekki nógu góða, þannig við þurfum að setja saman tvo góða leiki í mars og ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót þá er helvíti góður séns. Við þurfum að taka það sem var jákvætt í þessu og byggja ofan á það í mars.“

Strákarnir vita vel hvað fór úrskeiðis í tapinu gegn Slóvakíu en að liðið hafi svarað vel fyrir sig í kvöld.

„Við vissum alveg hvað fór úrskeiðis þar. Við vitum allir að við getum gert betur og að tapa 4-1 eða 4-2 þar fannst mér of stór úrslit miðað við gang leiksins. Fáum á okkur mark úr föstu leikatriði og vítaspyrna er eins og það er. Frammistaðan í kvöld þar sem margir strákar voru að spila sína fyrstu leiki. Við erum að reyna að búa til eins sterkan hóp og við mögulega getum og margir sem spiluðu virkilega vel í dag. Rosalega mikilvægt fyrir okkur að geta stækkað hópinn og notað alla.“

„Þetta verða tveir erfiðir leikir í mars og við förum inn í það verkefna að reyna fara alla leið,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner