Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
   sun 19. nóvember 2023 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Sverrir Ingi í baráttunni gegn Cristiano Ronaldo í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason var nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í 2-0 tapinu gegn Portúgal í Lisbon í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Sverrir spilaði stórkostlega í vörninni ásamt allri varnarlínunni þó úrslitin hafi gefið annað til kynna.

„Leiðinlegt að tapa en frammistaðan nokkuð góð. Menn lögðu allt í þetta og héldum þeim vel og lengi í skefjum. Frammistaða sem við getum byggt á og sérstaklega varnarlega, því við höfum verið að fá smá skelli á útivelli í síðustu leikjum, bæði í Lúxemborg og síðast í Slóvakíu,“ sagði Sverrir við Fótbolta.net.

Næsta á dagskrá er umspilið í mars en 98 prósent líkur eru á því að Ísland fari þangað. Tékkland þarf að ná í stig gegn Moldóvu á morgun og þá er ljóst að Ísland mun fara í umspilið þar sem undanúrslit og úrslit eru spiluð. Sigurvegarinn fer á Evrópumótið.

„Ef við hugsum fram í leikina í mars er margt sem er hægt að byggja á þessu og sérstaklega varnarlega. Mótherjarnir í mars verða ekki eins sterkir og Portúgal í dag. Það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið út úr þessu. Í þessum gluggum höfum við átt eina fína frammistöðu og eina ekki nógu góða, þannig við þurfum að setja saman tvo góða leiki í mars og ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót þá er helvíti góður séns. Við þurfum að taka það sem var jákvætt í þessu og byggja ofan á það í mars.“

Strákarnir vita vel hvað fór úrskeiðis í tapinu gegn Slóvakíu en að liðið hafi svarað vel fyrir sig í kvöld.

„Við vissum alveg hvað fór úrskeiðis þar. Við vitum allir að við getum gert betur og að tapa 4-1 eða 4-2 þar fannst mér of stór úrslit miðað við gang leiksins. Fáum á okkur mark úr föstu leikatriði og vítaspyrna er eins og það er. Frammistaðan í kvöld þar sem margir strákar voru að spila sína fyrstu leiki. Við erum að reyna að búa til eins sterkan hóp og við mögulega getum og margir sem spiluðu virkilega vel í dag. Rosalega mikilvægt fyrir okkur að geta stækkað hópinn og notað alla.“

„Þetta verða tveir erfiðir leikir í mars og við förum inn í það verkefna að reyna fara alla leið,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir